is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1041

Titill: 
  • Móttaka og íslenskukennsla nemenda af erlendum uppruna í grunnskólum Reykjanesbæjar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Reykjanesbær hefur gefið út þá yfirlýsingu að vera fjölmenningarbær og lagt fram
    Fjölmenningarstefnu bæjarins, þar er m.a. talað um að börn af erlendum uppruna geti nýtt sér
    skólakerfið til jafns við önnur börn. Því fannst mér áhugavert að athuga hvernig staðið væri að
    móttöku og íslenskukennslu þeirra í bæjarfélaginu mínu og hvort farið væri eftir þessum
    tillögum. Til að afla mér upplýsinga og kynna mér þessi málefni, var að verja hluta af
    æfingarkennslu minni við kennslu í fjölmenningardeild Myllubakkaskóla.
    Fjölmenningardeildinni er ætlað að kenna nemendum skólans af erlendum uppruna
    íslensku. Stuðst er við þróunarverkefnið Þrándur úr götu en því er ætlað að koma með
    áætlanir og tillögu um móttöku nemenda af erlendum uppruna og kennslu í íslensku sem
    öðru máli í grunnskólum Reykjanesbæjar. Einnig hef ég lesið talsvert af efni sem tengist
    þessu málefni. Ég hef eftir bestu getu kynnt mér þau lagalegu réttindi sem nemendur af erlendum
    uppruna hafa. Okkur bera að taka vel á móti öllum þeim sem til landsins flytja og ekki
    síst þeim einstaklingum sem eru af erlendum uppruna. Hver einstaklingur sem kýs að
    setjast að í bæjarfélaginu er einstakur og hefur eitthvað einstakt að gefa samfélaginu. Við
    verðum að vera opin fyrir menningu hvers annars og samþætta það góða úr hverri
    menningu fyrir sig. Skólar bæjarins eru að mínu mati ekki nógu duglegir að hvetja
    nemendur sína og kennara til að kynnast menningu og siðum samnemenda sinna og
    samstarfsfólks. Almennt virðist móðurmálskennsla nemenda með íslensku sem annað mál
    vera lítil sem engin. Ef grunnurinn er slakur eru tækifæri þeirra til náms minni. Við
    ættum að einbeita okkur að því að mennta einstaklinga sem eru jafnvígir á tvö tungumál.
    Við verðum að gera okkur grein fyrir því hvílíkan auð við eigum í tvítyngdum börnum,
    sama frá hvað menningarsvæðum þau koma og hvernig þau eru á hörund, því þau eru líka
    framtíð Íslands.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1041


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
loka skil 25.apr..pdf185.59 kBTakmarkaðurMóttaka og ísl - heildPDF