is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10424

Titill: 
  • „Ef mig vantar stuðning...“ Líðan, reynsla og viðhorf ungra atvinnuleitenda
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi rannsókn fjallar um áhrif atvinnuleysis á líðan ungra atvinnuleitenda. Markmið rannsóknarinnar var að reifa fræðilega þekkingu um líðan ungra atvinnuleitenda og skoða hvaða þættir það eru sem ber að hafa í huga í vinnu með ungum atvinnuleitendum. Einnig var markmiðið að fá fram reynslu ungra atvinnuleitenda af vinnumarkaðsúrræðum og ráðgjöfum Vinnumálastofnunar. Rannsóknin var byggð á viðtölum við átta unga atvinnuleitendur á aldrinum 18-24 ára. Þátttakendur höfðu allir verið atvinnulausir lengur en þrjá mánuði. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að flestir þátttakendur höfðu upplifað breytingu á líðan sinni við að verða atvinnulausir. Flestir þátttakendur fundu fyrir neikvæðum afleiðingum á líðan sína. Flestir nýttu sér stuðning fjölskyldu og vina. Þátttakendur virtust hafa aðlagast atvinnuleysinu og lýstu sátt við stöðu sína. Allir þátttakendur höfðu verið í vinnumarkaðsúrræðum og ljóst er að þátttakendum líkaði í flestum tilfellum vel í úrræðunum. Þeim leið betur á meðan þeir voru í úrræðunum og komu þau reglu á líf þeirra.

  • Útdráttur er á ensku

    This study examines the impact of unemployment on the mental wellbeing of young jobseekers. The aim of this study was to discuss theoretical knowledge about the wellbeing of young jobseekers and see which factors need to bee kept in mind when working with them. The aim was also to get their views of active labour market resources and the advisers of Directorate of Labour. The study was based on eight interviews with young jobseekers aged 18 to 24. All participants had been unemployed for three months or longer. The main results of the study show that most participants had experienced a change in their condition after facing unemployment. Most participants experienced negative influences on their moral wellbeing. Most of them had received moral support from their family and friends. Participants seemed to have adapted to unemployment and were satisfied with their current situation. All of them had participated in the active labour market resources and enjoyed it in most cases. They expressed a positive change in their mental wellbeing while in the resources offered to them by the unemployment office and it seemed to bring structure to their lives.

Samþykkt: 
  • 21.12.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10424


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
„Ef mig vantar stuðning...“.pdf1.44 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna