ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Viðskipta- og raunvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1044

Titill

Staðsetning leikskóla á Akureyri

Útdráttur

Í þessu verkefni er skoðað hvernig leikskólar á Akureyri fullnægja þörf bæjarbúa um dagvistun fyrir börn innan grunnskólaaldurs.
Fjöldi leikskóla og rýma á hverjum leikskóla eru skoðuð með tilliti til barnafjölda og biðlista. Einnig er skoðað hvernig búið er að leikskólum umhverfislega séð, þ.e. aðkoma fyrir aðstandendur barna til að koma með og sækja börnin á leikskólana.
Unnið er útfrá tveim rannsóknarspurningum:
1. Eru leikskólar á Akureyri staðsettir miðað við núverandi þörf?
2. Eru áætlanir um nýja leikskóla í samræmi við vænta búsetuþróun næstu 5-10 ár?
Búið var til líkan til að meta bestu staðsetningar nýrra leikskóla á Akureyri út frá landfræðilegum og lýðfræðilegum staðreyndum og reynt var að sjá fyrir líklega búsetuþróun næstu 5-10 árin til að meta hvernig best væri að bregðast við núverandi og væntanlegri þörf fyrir leikskóla. Einnig var horft til kostnaðar við að reka leikskóla Akureyrarbæjar eins og staðan er núna og reynt að spá í hvaða stærð væri hentugast að reka. Líkanið gafst mjög vel því auðvelt var að setja inn staðsetningar á mismunandi stöðum í bænum og sjá hvaða áhrif það hafði á vöntun eftir leikskólaplássi á öðrum leikskólum.
Niðurstaðan er sú að þörf er á að reisa nýja leikskóla á núverandi íbúasvæði á Brekkunni og í Giljahverfi áður en nýr leikskóli verður reistur í Naustahverfi.

Athugasemdir

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri

Samþykkt
1.1.2002


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
stadsetningleiksk.pdf444KBTakmarkaður Staðsetning leikskóla á Akureyri - heild PDF  
stadsetningleiksk_e.pdf77,1KBOpinn Staðsetning leikskóla á Akureyri - efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
stadsetningleiksk_h.pdf97,8KBOpinn Staðsetning leikskóla á Akureyri - heimildaskrá PDF Skoða/Opna
stadsetningleiksk_u.pdf116KBOpinn Staðsetning leikskóla á Akureyri - útdráttur PDF Skoða/Opna