ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Hugvísindasvið>B.A. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10444

Titill

Undir moldinni: Rannsókn og saga jarðsjármælinga á Íslandi

Skilað
Desember 2011
Útdráttur

Verkefni þetta byggist á því að skoða og greina þær jarðsjármælingar sem framkvæmdar hafa verið á Íslandi frá upphafi notkunar þeirra hérlendis. Gerð var samantekt yfir þær mælingar sem hafa verið gerðar og farið yfir helstu grundvallaratriði sem tengjast jarðsjám. Þetta var gert til þess að útskýra fyrir lesendum verkefnisins notkun mismunandi gerða jarðsjármælitækja. Sérstök áhersla var þó lögð á radarjarðsjá vegna þess að tilraun var gerð innan þessa verkefnis til þess að beita slíku tæki á fornleifar, samhliða uppgrefti.Meginmarkmið þessa verkefnis og þeirra tilrauna, sem gerðar voru innan ramma þess, er að finna út hvernig tækjabúnaðurinn og gagnavinnslan að baki mælinganna sjálfra virka. Aðferðirnar og gerðirnar eru margar og tækin afar flókin.
Við jarðsjármælingar og þá sérstaklega þær mælingar sem gerðar eru í tilraunaskyni, er notast við tækni sem nær mun meira inn á raungreinasvið fremur en fornleifafræði. Ástæða þess að radarjarðsjá var tekin fram yfir viðnáms- og segulsviðsmælingartæki í þessu verkefni er einfaldlega sú að námsbraut í fornleifafræði á slíkt tæki ásamt Jarðvísindastofnun og fleiri deildum innan Háskóla Íslands.

Samþykkt
5.1.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Undir Moldinni.pdf1,83MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna