is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10454

Titill: 
  • Réttindi flugfarþega með áherslu á reglugerð nr. 261/2004/EB
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Með þessari ritgerð er ætlunin að setja fram heildstæða umfjöllun um réttindi flugfarþega þegar flugrekandi af einhverjum ástæðum stendur ekki við gerðan samning. Segja má því að efnistök ritgerðarinnar miðist því við vanenfndir flugrekanda á samningi aðila og vanefndaúrræði farþega, sem settar hafa verið sérstakar reglur um. Þannig tekur efni ritgerðarinnar nánast að öllu leyti mið af efni reglugerðar nr. 261/2004/EB um sameiginlegar reglur um skaðabætur og aðstoð til handa farþegum sem neitað er um far og þegar flugi er aflýst eða mikil seinkun verður, sem innleidd var í íslenskan rétt með reglugerð nr. 574/2005. Reglugerðin tekur til þriggja nánar tilgreindra tilvika, þ.e. þegar farþega er neitað um far, þegar flugi er aflýst og þegar mikil seinkun verður. Fjallað verður um hvert tilvik fyrir sig í köflum 4, 5 og 6 og þau réttindi sem farþegum eru veitt með reglugerðinni. Dómaframkvæmd Evrópudómstólsins frá gildistöku reglugerðarinnar er nokkur og hefur hún haft grundvallaráhrif á túlkun hennar og verður framkvæmdinni gerð ítarleg skil þegar við á.
    Um farþegaflug gildir þó ekki aðeins reglugerðin heldur einnig alþjóðasamningar, annars vegar Varsjársamningurinn og hins vegar Montreal-samningurinn. Í samningunum er m.a. fjallað um skaðabótarétt farþega þegar flugi er seinkað og þegar tafir eða tjón verða á farangri. Í ljósi þess að samningarnir skarast við reglugerðina hvað varðar seinkun, og að aðeins er fjallað um farangur í samningunum en ekki í reglugerðinni, verður að telja nauðsynlegt að fjalla einnig um samningana að því marki sem það rúmast innan efnistaka ritgerðarinnar. Því verður fjallað sérstaklega um skaðabótarétt farþega vegna seinkunar og reglur er varða farangur. Um skaðabótarétt farþega á grundvelli annarra reglna samninganna, t.d. vegna líkamstjóns, verður ekki fjallað um né um skaðabótarétt farþega á öðrum grundvelli en þessara þriggja áðurnefndra réttarheimilda.

Samþykkt: 
  • 5.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10454


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heimir Skarphéðinsson_ritgerð.pdf2.89 MBLokaðurMeginmálPDF
Heimir Kápa.pdf664.01 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna