is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10461

Titill: 
  • Mannlíf í myndum. Handrit að stafrænni ljósmyndasýningu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Eftirfarandi greinargerð er handrit að stafrænni ljósmyndasýningu, „Mannlífi í myndum“. Sýningin samanstendur af mannlífsmyndum úr miðbæ Reykjavíkur og bókmenntatextum. Þema sýningarinnar er andrúmsloft í miðbæ Reykjavíkur á árunum 1960-1980 en efni sýningarinnar er frá því tímabili. Myndirnar eru teknar í miðbæ Reykjavíkur og fer uppsetning þeirra eftir tökustöðunum. Stafræna sýningarrýmið verður mótað eftir tökustöðunum, svo áhorfendum finnist sem þeir gangi um miðbæinn á sjöunda og áttunda áratugnum.
    Í upphafi ritgerðarinnar er grunnhugmyndin að sýningunni sett fram. Þar er einnig fjallað um miðlunarleiðina, stafræna sýningu og val á myndum og textum. Í öðrum hluta verkefnisins eru fræðikenningar að baki sýningargerðinni reifaðar. Þar má nefna kenningar um samband ljósmynda við raunveruleikann og tengsl þeirra við minningar. Einnig er fjallað um tengsl ljósmynda og bókmennta vegna samsetningar þeirra á sýningunni. Farið er í kenningar um sýningargerð og stafrænar sýningar í ljósi miðlunarleiðarinnar. Einnig er vikið að þeim grundvallaratriðum sem þarf að hafa í huga við framsetningu efnis á sýningu.
    Í síðari hluta verkefnisins er að finna handritið að „Mannlífi í myndum“. Þar er farið í hönnun sýningarinnar og samsetningu mynda og texta eftir sýningarsölunum. Þar verður uppsetning hverrar myndar og samband þeirra við textana reifað. Í lok greinargerðarinnar er viðauki þar sem sjá má allar ljósmyndirnar, sem notaðar eru í sýningunni. Einnig eru þar teikningar á uppsetningu mynda og texta innan hvers sýningarrýmis og dæmi um uppsetningu mynda á vegg.
    Lykilorð: ljósmyndir, sýningargerð, stafræn sýning, handrit

Samþykkt: 
  • 6.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10461


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mannlíf í myndum - viðauki ljósmyndir.pdf59.06 MBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
Mannlíf í myndum - ritgerð (loka).pdf1.43 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna