is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10466

Titill: 
  • Vörumerkið ÉG
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn er leitast við að kanna hvernig fólk miðlar sínu persónulega vörumerki meðvitað eða ómeðvitað á samfélagsvefnum Facebook. Fremur stutt er síðan þeirri kenningu var varpað fram að fólk sé vörumerki líkt og hver önnur vara. Síðan hafa þær kenningar öðlast miklar vinsældir á meðal almennings og fjöldi bóka, greina og vefsíðna er til um efnið. Kenningasmiðir um útfærslu á persónulegu vörumerki hafa sótt í smiðju fræðimanna um uppbyggingu vörumerkjavirðis þegar þeir hafa skrifað um efnið. Þannig hafa þeir lagt áherslu á vörumerkjaauðkenni (e. brand identity), tengingar annarra, vörumerkjaímynd o.fl. Það að byggja upp persónulegt vörumerki samkvæmt áætlun er því meðvitað ferli líkt og þegar ný vara er sett á markað.
    Lítið hefur verið um ritrýndar geinar um efnið og fræðimenn hafa verið seinir til að skoða það. Ein nýleg rannsókn er til sem fjallaði um vandamál og áskoranir tengdar persónulegri auðkenningu á netinu. Í þessari ritgerð er fylgt eftir rannsóknarrammanum sem notaður var í þeirri rannsókn til að svara spurningunni: Hvernig miðlar atvinnulaust fólk sínu persónulega vörumerki, meðvitað eða ómeðvitað, á samfélagsvefnum Facebook?
    Til að svara spurningunni voru tekin viðtöl við níu atvinnulausa einstaklinga á aldrinum 41-60 ára, fimm konur og fjóra karla.
    Helstu niðurstöður eru þær að ekkert þeirra var meðvitað að miðla persónulegu vörumerki sínu á Facebook samkvæmt fræðum þar um en það er gjörólíkt niðurstöðum fyrri rannsóknar. Ástæður fyrir því gætu verið tengdar aldri, tæknilæsi og menningar-mun þátttakenda í rannsóknunum. Fyrri rannsóknin var gerð á yngra fólki í Bandaríkjunum.
    Miðlun þátttakenda á vörumerki sínu ómeðvitað var ómarkviss, ruglingsleg og í flestum tilvikum of almenn til að vera aðgreinandi. Það kom á óvart, þar sem allir þátttakendurnir voru atvinnulausir, að þeir skyldu ekki nýta miðilinn í meira mæli til að koma sér á framfæri.

Samþykkt: 
  • 9.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10466


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jóhann Davíð -Vörumerkið ÉG.pdf452.62 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna