is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10469

Titill: 
  • Hvar á ég heima; hver hlustar á mig?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um upplifanir átta ungmenna, sem á tímabilinu 1994-2010 voru skjólstæðingar Barnaverndar Kópavogs, á þeim stuðningi sem þeim var veittur. Einnig var skoðaður jarðvegur þeirra tengsla sem þau ólust upp við en rannsóknarniðurstöður eru skoðaðar í ljósi tengsla-, hamingju- og vellíðunarkenninga. Um er að ræða eigindlega rýnihóparannsókn.
    Niðurstöður benda til þess að jákvæðar upplifanir af barnaverndarafskiptum tengdust samráði og trausti en neikvæðar upplifanir tengdust þvingun, valdbeitingu, vantrausti og óöryggi í vinnslu þeirra mála hjá Barnavernd Kópavogs. Ungmennin upplifðu að sá stuðningur sem veittur er í barnaverndarúrræðum sé ekki fullnægjandi auk þess sem eftirmeðferð og fjölbreytni í meðferðarúrræðum er ábótavant. Þá gáfu niðurstöður einnig til kynna að jarðvegur til innihaldsríkrar tengslamyndunar var ekki til staðar hjá flestum ungmennanna.

Samþykkt: 
  • 9.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10469


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA-ritgerð. Hvar á ég heima_ hver hlustar á mig.pdf2.1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Athugasemd við höfundarrétt kemur á sér blaði þegar ritsmíð er skilað inn í prentuðu formi.