is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1046

Titill: 
  • Fríhöfn í Hrísey
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Fólksflótti hefur verið frá Hrísey síðustu árin vegna alvarlegs ástands í atvinnumálum. Eitthvað afgerandi verður að koma til ef snúa á þessari þróun til betri vegar.
    Ein nýstárleg viðskiptahugmynd er að koma á fót fríhöfn í Hrísey. Tilkoma fríhafnar myndi auka ferðamannastraum til eyjunnar en það myndi skapa störf og styrkja byggð.
    Tilgangur verkefnisins er í fyrsta lagi að kanna verðleika umræddrar viðskiptahugmyndar og verður þrepa- og gáttalíkan Cooper΄s notað til þess. Í öðru lagi er tilgangurinn að meta hversu viðeigandi það er að nota líkanið í þessu tilviki.
    Viðskiptahugmyndin hefur ýmislegt sér til ágætis. Hún hefur samkeppnisyfirburði, það er markaður fyrir hana og rekstur fríhafna er ábatasamur. Hrísey er einnig hentug staðsetning fyrir fríhöfn og mikið af þeim auðlindum sem þarf eru fyrir hendi. Margt bendir einnig til þess að áhrif aukins ferðamannastraums, á vistkerfi og samfélag, yrðu innan þolanlegra marka.
    Viðskiptahugmyndin brýtur hins vegar í bága við tollalög, reglugerð um frísvæði, lög um virðisaukaskatt, samkeppnislög og EES-samninginn. Af þeim sökum er viðskiptahugmyndin ekki framkvæmanleg.
    Þrepa- og gáttalíkanið hentaði ágætlega við vinnslu þessa verkefnis. Líkanið hefur að vísu sína annmarka en kostir þess vega þyngra. Það má því með sanni segja að það hafi verið viðeigandi að nota það í þessu verkefni.

Samþykkt: 
  • 1.1.2002
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1046


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
frhofnhrisey.pdf454.19 kBOpinnFríhöfn í Hrísey - heildPDFSkoða/Opna