ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10471

Titill

Stuðningur við jákvæða hegðun: Beinar áhorfsmælingar í frístund þriggja grunnskóla í Reykjanesbæ frá vori 2008 til vors 2011

Skilað
September 2011
Útdráttur

Stuðningur við jákvæða hegðun (PBS) er viðurkennt árangursprófað hegðunarstjórnunarkerfi fyrir skólaumhverfi. PBS átti upphaflega að auðvelda börnum með þroskaraskanir að stunda nám í næsta nágrenni þeirra en er í dag heilstæður stuðningur við jákvæða hegðun sem nær yfir allar aðstæður skólans og nemendur. Markmið þess er meðal annars að stuðla að jákvæðara starfsumhverfi innan skóla, draga úr hegðunarvandamálum og auka vellíðan og námsárangur nemenda og starfsfólks. Fjöldi rannsókna hafa leitt í ljós að innleiðing kerfisins í grunnskóla dregur úr óæskilegri hegðun nemenda og eykur eftirlit starfsmanna. Flestar rannsóknir hafa byggt á sjálfsmati skóla eða samanburði á gögnum sem starfsfólk skóla safnar til dæmis tilvísanir til skólastjóra. Hér birtast niðurstöður beinna áhorfsmælinga í frístund sem leið til að meta áhrif innleiðingar stuðnings við jákvæða hegðun (PBS). Þessi rannsókn er hluti af langtímarannsókn á árangri af stuðningi við jákvæða hegðun í þremur grunnskólum í Reykjanesbæ. Mælingar voru gerðar í frístund frá vori 2008 til vors 2011.

Samþykkt
9.1.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Birna Pálsdóttir.pdf706KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna