is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10483

Titill: 
  • Konur í hættu: Flóttakonur og félagsráðgjöf
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Niðurstöður úr skýrslu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna í lok ársins 2010 sýndu að um 43,7 milljónir manna, víðsvegar um heiminn, voru á landflótta vegna stríðsátaka eða ofsókna sem er hæsta hlutfall sem hefur mælst í 15 ár. Af heildartölunni eru 15,4 milljónir flóttamenn. Konur og stúlkur eru í sérstakri hættu þegar stríðsátök standa yfir. Konurnar flýja ýmist í flóttamannabúðir eða á dreifbýla staði innan landamæra eigin lands. Flóttanum fylgir mikið óöryggi og lítil vernd. Ofbeldi á tímum stríðsátaka hefur róttæk áhrif á fólk, því allt samfélagið verður þátttakandi í átökunum. Rannsóknir, sem gerðar hafa verið af Amnesty International, sýna að kynbundið ofbeldi eykst á stríðstímum. Íslendingar hafa allt frá árinu 1956 tekið á móti 516 kvótaflóttamönnum sem hafa dreifst víðs vegar um landið. Það hefur verið stefna stjórnvalda frá árinu 2005 að bjóða einstæðum mæðrum með börn (e. Women at risk) að koma hingað til lands. Konunum reiðir flestum vel af á Íslandi. Reynsla kvenna og barna af ofbeldi eykur líkurnar til muna á því að fá áfallastreitu. Félagsráðgjafi sem vinnur með flóttakonum þarf að búa yfir þekkingu á málefnum flóttamanna og þekkja til birtingarmynda áfallastreitu. Félagsráðgjafinn vinnur eftir kenningarlegum nálgunum og nýtir ýmis tæki við störf sín með flóttakonum.
    Félagsráðgjöf, flóttakonur, kynbundið ofbeldi og konur í hættu.

Samþykkt: 
  • 10.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10483


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
María og Guðrún_ritgerð.pdf741.33 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna