is Íslenska en English

Lokaverkefni (Doktors)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Doktorsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10487

Titill: 
  • Titill er á ensku The effects of dietary fish oil on cell populations, cytokines, chemokines and chemokine receptors in healthy mice and mice with endotoxin-induced peritonitis
  • Áhrif fiskolíu í fæði á frumugerðir, frumuboðefni, flakkboða og flakkboðaviðtaka í heilbrigðum músum og músum sprautuðum með inneitri
Námsstig: 
  • Doktors
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    Fish oil, rich in n-3 polyunsaturated fatty acids, has immunomodulatory properties and may have beneficial effects in several immune related disorders, including sepsis. Chemokines and chemokine receptors play a key role in the recruitment of specific populations of immune cells to the sites of infection or inflammation. The results from the Ph.D. project show that dietary fish oil decreased the proportion of classical monocytes(expressing the chemokine receptor CCR2) in blood from healthy mice but increased their proportion following administration of endotoxin (LPS). The chemokine CCL2 plays a key role in recruitment of classical monocytes. Fish oil decreased the concentration of CCL2 in serum of healthy mice fed fish oil compared with that in mice fed the control diet but increased its concentration following administration of LPS. Following LPS administration a specific subpopulation of neutrophils was observed that were larger and less granulated than other neutrophils. Mice fed fish oil had a higher proportion of this subpopulation of neutrophils in blood, as well as a higher proportion of neutrophils in peritoneum, than mice fed the control diet. Fish oil increased the concentration of CCL3 both in serum and peritoneal fluid following LPS administration, but CCL3 is involved in recruitment of neutrophils. These results indicate that dietary fish oil can attenuate the immune activation state during homeostasis but intensify the immune response in infection and possibly counteract the monocyte deactivation and neutrophil impairment observed in later stages of sepsis.

  • Fiskolía, rík af n-3 fjölómettuðum fitusýrum (FÓFS), hefur jákvæð áhrif í sumum langvinnum bólgusjúkdómum, sýkingum og einnig í blóðeitrun. Sum þessara jákvæðu áhrifa fiskolíu á ónæmistengda sjúkdóma eru að hluta komin til vegna áhrifa hennar á myndun fituboðefna og frumuboða. Í ónæmistengdum sjúkdómum gegnir tog ónæmisfruma á bólgu og sýkingastaði mikilvægu hlutverki. Hins vegar hafa áhrif fiskolíu, eða n-3 FÓFS, á undirgerðir eða tog ónæmisfruma eða flakkboða og flakkboðviðtaka ekki verið mikið rannsökuð. Markmið rannsóknarinnar var að ákvarða áhrif fiskolíu á a) frumugerðir í blóði, kviðarholi, milta og beinmerg músa; b) styrk flakk- og frumuboða í blóð- og kviðarholsvökva; c) tjáningu flakkboðaviðtaka á blóð-, kviðarhols-, miltis- og beinmergsfrumum í heilbrigðum músum og músum sprautuðum með inneitri; og d) frumu- og flakkboðamyndun staðbundinna kviðarholsfruma örvuðum með inneitri ex vivo. Mýs fengu annaðhvort hefðbundið fóður eða fóður byggt á vestrænu fæði með eða án 2,8% fiskolíu í 6 vikur. Helmingur hvors fæðuhóps var sprautaður með 10 μg/20g af inneitri (lípópólísakkaríð, eða LPS) í kviðarhol. Músum sem fengu hefðbundið fóður, var fórnað fyrir (0 klst), eða 3, 8, 12, 24 eða 48 klst eftir sprautun með inneitri, en músum sem fengu fóður byggt á vestrænu fæði (með eða án 2,8% fiskolíu) var fórnað fyrir (0 klst) eða 3 eða 48 klst eftir sprautun með inneitri. Blóði, kviðarholsvökva, milta og beinmerg var safnað. Frumur voru taldar og greindar út frá stærð og kyrningu, og að auki tjáningu á flakkboðaviðtökum og öðrum yfirborðssameindum, með frumuflæðisjá. Styrkur frumu- og flakkboða í sermi, kviðarholsvökva og floti staðbundinna kviðarholsfruma örvuðum með inneitri ex vivovar ákvarðaður með ELISA aðferð. Sprautun með inneitri olli skyndilegri fækkun hvítfruma í blóði, kviðarholi og beinmerg. Fjöldi hvítfruma hélst lágur fyrstu 24 klst í blóði og kviðarholi en jókst þar eftir. Hins vegar fækkaði hvítfrumum í beinmerg út tilraunartímann. Skammvinn aukning varð í heildarfjölda hvítfruma í milta í kjölfar sprautunar með inneitri, en síðan fækkaði þeim og 48 klst eftir sprautun með inneitri var fjöldi þeirra svipaður og fyrir sprautun.
    Það dró hratt úr fjölda mónócýta/makrófaga í blóði, kviðarholi og beinmerg í kjölfar sprautunar með inneitri. Einnig fækkaði mónócýtum/makrófögum í milta í kjölfar skammvinnrar aukningar sem varð í byrjun. Tveir undirflokkar mónócýta voru auðkenndir í blóði og milta, hefðbundir og óhefðbundnir, en einungis hefðbundnir mónócýtar voru til staðar í beinmerg. Makrófagar í kviðarholi skiptust einnig í tvo undirflokka. Skammvinn minnkun varð í fjölda daufkyrninga í blóði í kjölfar sprautunar með inneitri, hins vegar fækkaði daufkyrningum í kviðarholi stöðugt út tilraunartímann. Fáir daufkyrningar voru til staðar í kviðarholi fyrir sprautun með inneitri en fjöldi þeirra jókst að 24 klst og í milta fjölgaði þeim þar til 12 klst eftir sprautun og hélst fjöldinn stöðugur út tilraunartímann (48 klst). Daufkyrningar í blóði músa sem ekki fengu inneitur voru mjög kyrndir en kyrningin minnkaði í kjölfar sprautunar með inneitri. Átta klst eftir sprautun með inneitri voru tvær gerðir af daufkyrningum til staðar í blóði og var önnur minni og meira kyrnd heldur en hin. Tjáning flakkboðaviðstakans CXCR2 minnkaði á daufkyrningum í kjölfar sprautunar með inneitri, en var til staðar á daufkyrningum 24 klst eftir sprautun með inneitri. Styrkur frumu- og flakkboða í sermi og kviðarholsvökva jókst hratt í eftir sprautun með inneitri en lækkaði hratt aftur. Heilbrigðar mýs sem fengu fiskolíufóður voru með lægra hlutfall af hefðbundnum mónócýtum í blóði miðað við mýs sem fengu viðmiðuna-fóður. Sprautun með inneitri jók hlutfall hefðbundinna mónócýta í blóði músa sem fengu fiskolíufóður en ekki músa sem fengu viðmiðunarfóður. Heilbrigðar mýs sem fengu fiskolíufóður höfðu lægri styrk af CCL2 í blóði en mýs sem fengu viðmiðunarfóður, en eftir sprautun með inneitri var styrkur CCL2 í blóði hærri í músum sem fengu fiskolíu en í músum sem fengu viðmiðunarfóður. Heilbrigðar mýs sem fengu fiskolíufóður voru með færri frumur í kviðarholi og færri makrófaga í kviðarholi heldur en heilbrigðar mýs sem fengu viðmiðunarfóður. Fækkun kviðarholsfruma í kjölfar sprautunar með inneitri var minna áberandi í músum sem fengu fiskolíufóður heldur en í músum sem fengu viðmiðunarfóður, sem leiddi til þess að 3 klst eftir sprautun með inneitri voru fleiri frumur í kviðarholi músa sem fengu fiskolíufóður en í kviðarholi músa sem fengu viðmiðunarfóður.
    Mýs sem fengu fiskolíufóður höfðu hærri styrk af CCL3 og CCL2 í kviðarholi 3 og 48 klst eftir sprautun með inneitri, í áðurnefndri röð. Styrkur IL-6 var hærri og það var tilhneiging til að vera hærri styrkur af TNF- í kviðarholsvökva músa sem fengu fiskolíufóður 48 klst eftir sprautun með inneitri en í kviðarholsvökva músa sem fengu viðmiðunarfóður. Þegar staðbundnir makrófagar músa sem fengu fiskolíufóður voru örvaðir ex vivo mynduðu hlutfallslega færri makrófagar TNF-α og CCL3 þrátt fyrir að meðalmyndun hverrar frumu væri meiri í músum sem fengu fiskolíufóður miðað við í músum sem fengu viðmiðunarfóður. Heilbrigðar mýs sem fengu fiskolíufóður voru með lægra hlutfall hefð-bundinna mónócýta í blóði en heilbrigðar mýs sem fengu viðmiðunarfóður. Hins vegar höfðu mýs sem fengu fiskolíufóður tilhneigingu til að vera með hærra hlutfall hefðbundinna mónócýta í blóði miðað við mýs sem fengu viðmiðunarfóður 48 klst eftir sprautun með inneitri. Einnig var hærra hlutfall hefðbundinna mónócýta 48 klst eftir sprautun með inneitri í miltum músa sem fengu fiskolíufóður miðað við í miltu músa sem fengu viðmiðunarfóður. Heilbrigðar mýs sem fengu fiskolíufóður höfðu lægri styrk af CCL2 í blóðvökva en heilbrigðar mýs sem fengu viðmiðunarfóður. Þvert á móti, 3 og 48 klst eftir sprautun með inneitri var styrkur CCL2 í blóðvökva hærri í músum sem fengu fiskolíufóður en í músum sem fengu viðmiðunarfóður. Þrátt fyrir að fiskolía í fæði hefði ekki áhrif á fjölda daufkyrninga í blóði heilbrigðra músa eða í blóði músa sprautuðun með inneitri (48 klst), þá voru heldur fleiri daufkyrningar í blóði músa sem fengu fiskolíu 12 og 24 klst eftir sprautun með inneitri en í blóði músa sem fengi viðmiðunarfóður. Mýs sem fengu fiskolíufóður voru með hærra hlutfall af minna kyrndum dauf-kyrningum í blóði heldur en mýs sem fengu viðmiðunarfóður. Einnig höfðu mýs sem fengu fiskolíufóður lægri styrk af CXCL2 og hærri styrk af CCL3 í sermi en mýs sem fengu viðmiðunarfóður 3 klst eftir sprautun með inneitri. Mýs sem fengu fiskolíufóður voru með færri daufkyrninga í kviðarholi 12 klst eftir sprautun með inneitri og höfðu tilhneigingu til að vera með færri daufkyrninga í kviðarholi 24 klst eftir sprautun með inneitri miðað við mýs sem fengu viðmiðunarfóður. Þvert á móti, þá höfðu mýs sem fengu fiskolíufóður fleiri daufkyrninga í kviðarholi 48 klst eftir sprautun með inneitri miðað við mýs sem fengu viðmiðunarfóður. Niðurstöður verkefnisins benda til þess að fiskolía í fæði hafi dempandi áhrif á bólguvirkni í jafnvægi en auki hins vegar bólguviðbragð eftir sýkingu og gæti mögulega unnið á móti minnkaðri virkni mónócýta og vanvirkni daufkyrninga sem hefur orðið vart við á seinni stigum blóðeitrunar.
    Lykilorð: Fiskolía, inneitur, daufkyrningar, mónócýtar, flakkboðar

Samþykkt: 
  • 10.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10487


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hildur_háskólaprent_160811.pdf2.85 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna