is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10505

Titill: 
  • Hlutlægni frétta í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu: Innihaldsgreining á umfjöllun um Evrópusambandið í aðdraganda alþingiskosninganna 2009
  • Titill er á ensku The Objectivity of news in Fréttablaðið and Morgunblaðið: Content analysis of the coverage of the European Union in the days leading up to the 2009 parliamentary elections
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Hlutlægni frétta skiptir máli fyrir lýðræðið. Hlutlægni frétta skiptir einnig máli fyrir trúverðugleika fjölmiðla. Hlutlægni er einn mikilvægasti þáttur faglegrar fréttamennsku. En hlutlægni er einnig hugtak sem felur í sér margar kröfur sem nánast ógerlegt er að uppfylla til fulls. Þrátt fyrir það ber öllum góðum fréttamönnum að hafa það að markmiði að uppfylla þær kröfur eftir bestu getu.
    Í þessari ritgerð er fjallað um rannsókn sem gerð var á hlutlægni frétta í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu. Teknar voru fyrir fréttir þar sem minnst var á Evrópusambandið, á tveggja mánaða tímabili í aðdraganda alþingiskosninganna árið 2009. Fréttirnar, ásamt fyrirsögnum þeirra, voru innihaldsgreindar og flokkaðar eftir því hvort þær sýndu Evrópusambandið, eða aðild að því, í hlutlausu, jákvæðu, neikvæðu eða blönduðu ljósi.
    Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að umfjöllun blaðanna tveggja um Evrópusambandið hafi ekki verið í jafnvægi, þar sem að fleiri fréttir og fyrirsagnir reyndust jákvæðar en neikvæðar hjá báðum blöðum. Munurinn var þó meiri hjá Fréttablaðinu en Morgunblaðinu. Þar sem jafnvægi er mikilvægur þáttur í hlutlægnishugtakinu, bendir þetta til þess að hlutlægni hafi verið ábótavant í umfjöllun Fréttablaðsins og Morgunblaðsins um Evrópusambandið í aðdraganda alþingiskosninganna árið 2009.

  • Útdráttur er á ensku

    The objectivity of news matters for democracy. The objectivity of news also matters for the credibility of the media. Objectivity is one of the most important parts of professional journalism. However it is also a concept which includes a lot of demands that are almost impossible to fulfill to the fullest. In spite of that, every good journalist should make it his mission to try to fulfill them all to the best of his abilities.
    This essay discusses a research that was done on the objectivity of news in Fréttablaðið and Morgunblaðið. The research was limited to news where the European Union was mentioned, in a two month period leading up to the 2009 parliamentary elections. Content analysis was used to analyse the news, along with their headlines, and then they were categorised depending on whether they portrayed the European Union, or membership of it, in a neutral, positive, negative or mixed light.
    The research showed that the coverage of the European Union was unbalanced in both newspapers, since more news and headlines turned out to be positive than negative in both papers. However, the difference was greater in Fréttablaðið than in Morgunblaðið. Since balance is an important part of the objectivity concept this suggests that coverage of the European Union by both newspapers was lacking in objectivity in the days leading up to the 2009 parliamentary elections.

Samþykkt: 
  • 11.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10505


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hlutlægni frétta í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu.pdf733.04 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna