ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10514

Titill

Vaxtarverkir. Þjóð á gelgjuskeiði

Skilað
Janúar 2012
Útdráttur

Í þessari heimildaritgerð verður leitast við að skoða þær breytingar sem verða á hugsunarhætti og viðhorfum íslensku þjóðarinnar fyrir áhrif efnislegrar menningar við þá röskun sem varð á högum og háttum við hernám Breta og Bandaríkjamanna. Litið verður til tímabilsins frá seinni heimsstyrjöld fram á 21.öldina. Helstu efnistök tengjast áhrifum hersetu Breta og Bandaríkjamanna á líf Íslendinga. Hvernig neyslumynstur, háttarlag, orðfæri og hugarfar breytist fyrir áhrif þess að ólíkir menningarheimar mætast. Skoðað verður í þessu ljósi hvaða þátt efnisleg menning hefur á sjálfsmynd Íslendinga, sem breytast frá því að vera fábrotnir bændur og útvegsmenn í það að verða veraldarvanir heimsborgarar. Eins hvort sú fullyrðing að Ísland hafi verið það land í Evrópu sem varð fyrir mestri mennningarinnrás í kjölfar síðari heimstyrjaldinnar hafi við rök að styðjast. Ein spurning sem vaknar er sú hvort síðari heimstyrjöldin og hersetan hafi flýtt fyrir nútímavæðingu lands og þjóðar eða hvort nútímavæðingin hefði orðið þrátt fyrir þá atburði.

Samþykkt
11.1.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BA ritgerð í prentun.pdf1,11MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna