is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10516

Titill: 
  • Titill er á ensku The effect of unemployment on body weight
  • Áhrif atvinnuleysis á holdafar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    Abstract
    INTRODUCTION: A positive relationship between economic status and health has been established although causal pathways and mediators are not fully understood. The results of studies on the relationship between unemployment and body weight show a positive relationship between BMI and unemployment at the individual level, while aggregate unemployment is negatively related to a populations BMI. The aim of this study was to examine the relationship between unemployment and changes in body weight following the Icelandic economic collapse of 2008.
    METHODS: The analysis relies on a health and lifestyle survey “Heilsa og líðan” carried out by The Public Health Institute of Iceland in the years 2007 and 2009. The sample is a stratified random sample of 9.807 Icelanders between the age of 18 and 79. The net response rate in 2007 was 60.8%. In 2009 the response rate was 69.3% of those who participated in the former wave. Thus, a total of 42.1% of the original sample took part in the survey for both years. A linear regression was used when estimating the relationship between job loss and changes in body weight. Mental health was explored as mediator. In total, three models were estimated.
    RESULTS: Point estimates indicate that both men and women gain less weight in the event of a job loss. The coefficients of job loss were statistically significant for women in model one otherwise they were not statistically significant in any model. The mediation analysis does not show a relationship between mental health and job loss.
    DISCUSSION: The relationship between job loss and body weight following the economic crisis was inconsistent with ex ante expectations. The results from all three models were inconsistent with results from other studies where job loss has been found to increase body weight. However, body weight has been shown to be procyclical, and the fact that the data used are gathered during a severe economic downturn, might set these current results apart from others.

  • INNGANGUR: Samband efnahagsástands og heilsu hefur verið rannsakað töluvert. Það sem þarf eru rannsóknir sem skoða orsakasambönd og miðlunaráhrif. Niðurstöður rannsókna á sambandi milli atvinnuleysis og líkamsþyngdar á einstaklingsgrunni sýna jákvætt samband þar á milli. Hins vegar eru neikvæð tengsl á milli heildaratvinnuleysis og þyngdar samfélaga. Markmið þessarar rannsóknar var að rannsaka sambandið milli atvinnumissis og þyngdarbreytinga í kjölfar íslensku efnahagskreppunnar 2008.
    AÐFERÐ: Greiningin byggir á heilsu og lífstílskönnuninni ,,Heilsa og líðan“ sem framkvæmd var af Lýðheilsustöð árin 2007 og 2009. Gagnasettið er lagskipt, handahófskennt úrtak 9.807 Íslendinga á aldrinum 18 til 79 ára. Svörun árið 2007 var 60,8%. Árið 2009 var svörunin 69,3% af þeim sem höfðu svarað árið 2007. Alls 42,1% af upprunalega úrtakinu tóku því þátt í könnuninni bæði árin. Línuleg aðhvarfsgreining var notuð til að meta tengslin milli atvinnumissis og þyngdarbreytinga. Auk þess var gerð miðlunargreining þar sem hlutverk andlegrar heilsu í sambandinu var skoðað. Greiningin samanstendur af mati á þremur líkönum.
    NIÐURSTÖÐUR: Samkvæmt punktmati þyngjast karlar og konur minna í kjölfar atvinnumissis. Stuðlarnir við atvinnumissi voru tölfræðilega marktækir fyrir konur í líkani eitt annars voru þeir ekki tölfræðilega marktækir í neinu líkananna. Miðlunargreiningin sýnir ekki tengsl milli andlegrar heilsu og atvinnumissis.
    UMRÆÐUR: Sambandið milli atvinnumissis og holdafars í kjölfar efnahagskreppunar var ekki í samræmi við væntingar. Niðurstöður allra þriggja líkananna voru ólíkar niðurstöðum fyrri rannsókna sem sýnt hafa fram á að atvinnumissir veldur aukningu á líkamsþyngd. Hugsanleg orsök óvæntra niðurstaðna er sú að þeim gögnum, sem hér eru notuð, var safnað í miklum efnahagslegum samdrætti og rannsóknir hafa sýnt að holdafar samfélags standi í neikvæðu sambandi við atvinnustig þess.

Samþykkt: 
  • 12.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10516


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sif Jónsdóttir.pdf373.92 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: en Áætlað er að fara með ritgerðina í eitthvert tímarit.