is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10526

Titill: 
  • „Allt menntað fólk vill hafa sinn titil." Reynsla starfsmanna í leikskólum af leikskólaliðanámi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að fá innsýn í reynslu starfsmanna hjá Leikskólum Reykjavíkur, með litla formlega menntun, af leikskólaliðanámi. Hvers vegna sóttu þeir námið, hver var reynsla þeirra af því og hver var persónulegur og faglegur ávinningur af því.Í rannsókninni er jafnframt leitast við að skoða hvaða áhrif námið hafði á ákvarðanir umræddra starfsmanna um áframhaldandi störf þeirra í leikskóla sem og um frekara nám. Ritgerðinbyggir á eigindlegri rannsóknaraðferð með viðtölum við átta einstaklinga, allt konur, sem luku leikskólaliðanámi. Niðurstöður sýna að eftir námið upplifa þær sig með aukna hæfni í starfi og betri skilning á faglegum tilgangi þess. Það var þeim mikilvægt að fá starfsheiti og tilheyra viðurkenndri starfsstétt.Viðmælendurmínir líta á leikskólaliðanámið sem mikilvægan lið í starfsferilsþróun sinni og þær telja sig hafa gert rétt með því að velja leikskólann að starfsvettvangi sínum.Þrátt fyrir almennt jákvæða upplifun kvennanna af náminu, olli það þeim miklum vonbrigðum, að mæta til starfa að námi loknu og uppgötva að ekki var fyrir hendi skilgreind staða aðstoðarmanns leikskólakennara eins og gert er ráð fyrir í Aðalnámskrá framhaldsskóla.
    Það er von mín að niðurstöðurnar geti nýst þeim aðilum sem koma að mótun náms fyrir fólk með litla formlega menntun og jafnframt náms- og starfsráðgjöfum.

Samþykkt: 
  • 12.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10526


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA ritgerð AJ.pdf594.55 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna