is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10536

Titill: 
  • Námstengd hvatning. Hvað hvetur háskólanema á Íslandi í námi?
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Hvatning er viðfangsefni sem snertir líf allra og ekki síst námsmanna. Sýnt hefur verið fram á að innri hvatning og vissar tegundir ytri hvatningar geti meðal annars dregið úr brottfalli nemenda úr námi, en brottfall er stórt vandamál innan íslenska menntakerfisins og þá sérstaklega brotthvarf frá háskólanámi. Rannsókn þessi snérist því um að varpa ljósi á hvað það er sem hvetur helst háskólanema á Íslandi í námi sínu sem og að athuga hvort þau atriði væru frekar innri eða ytri hvatningaratriði. Þannig átti rannsóknin að veita skólayfirvöldum og kennurum innsýn inn í hvatningarheim háskólanema og hjálpa þeim að ýta undir þær tegundir hvatningar sem meðal annars draga úr brottfalli.
    Notast var við mikilvægislista til að kanna hvaða atriði hvetja háskólanema helst í námi. Mikilvægislistinn fólst í því að þátttakendur áttu að raða hvatningaratriðunum á listanum í mikilvægisröð eftir því hversu mikil áhrif þau höfðu á hvatningu þeirra í námi. Slíkur mikilvægislisti hefur oft verið notaður til að mæla hvatningu en ekki er vitað til þess að slíkur listi hafi verið notaður til að mæla námstengda hvatningu og er því mögulega um nýtt mælitæki að ræða á því sviði.
    Rannsóknin leiddi í ljós að innri hvatar eru meira ríkjandi en ytri hvatar sem hvatningaratriði hjá háskólanemum á Íslandi. Skólayfirvöld og kennarar háskóla á Íslandi ættu því að reyna að skapa kennsluumhverfi sem ýtir undir innri hvatningu. Þannig er hægt að draga úr því veigamikla vandamáli sem brotthvarf frá háskólanámi er. Rannsóknin sýndi einnig fram á það að kvenkyns háskólanemar hérlendis eru frekar hvattir af innri hvötum heldur en karlkyns háskólanemarnir og ættu kennarar og skólayfirvöld því sömuleiðis að taka tillit til kynjamuns þegar kemur að hvatningarleiðum innan menntakerfisins.

Samþykkt: 
  • 12.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10536


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS.pdf6.13 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna