is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10541

Titill: 
  • Lykillinn að markaðssetningu íþrótta. Er markaðssetning íþrótta frábrugðin almennri markaðssetningu vöru og þjónustu?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í kjölfar hinnar miklu fagþróunar sem hefur orðið innan íþróttaiðnaðarins síðastliðin tuttugu til þrjátíu ár hefur mikilvægi markaðsstarfs innan greinarinnar aukist gríðarlega. Íþróttaiðnaðurinn er einn stærsti iðnaður í heiminum í dag og þurfa íþróttamarkaðsfræðingar og aðrir stjórnendur íþrótta að huga að fjölmörgum þáttum þegar kemur að því að markaðssetja sjálfa íþróttavöruna.
    Leitast verður við að kanna hvort og þá hvernig markaðssetning íþrótta er frábrugðin almennri markaðssetningu vöru og þjónustu. Ítarlega verður fjallað um íþróttamarkaðsfræðina og sérstöðu hennar, íþróttaiðnaðinn og árangursríkar aðferðir og greiningar í stefnumótandi áætlunum.
    Það er von höfundar að ritgerðin geti nýst sem gagnlegt hjálpartæki fyrir íþróttamarkaðsfræðinginn og hjálpað til við að auka skilning á hinu margvíða eðli íþróttavörunnar, og þannig auðveldað við að taka upplýstar og markaðstengdar ákvarðanir.
    Við leit af fræðilegu efni kom í ljós að töluverð fræðileg vinna hefur átt sér stað innan íþróttamarkaðsfræðinnar undanfarin ár og hefur þessi vinna verið aðlöguð að sérstökum þörfum viðfangsefnisins. Litlar sem engar heimildir eru til á íslensku um efnið og studdist því höfundur aðallega við erlendar heimildir.
    Helstu niðurstöður leiddu í ljós að markaðssetning íþótta er töluvert frábrugðin almennri markaðssetningu vöru og þjónustu. Hið einstaka form íþróttavörunnar aðgreinir hana frá hinni almennu vöru og þjónustu og hver og einn einasti hluti markaðsfræðinnar þarfnast mismunandi nálgunar þegar varan sem markaðssett er, er íþróttir. Engin vara hefur jafn ríkt persónu- og tilfinningalegt gildi fyrir einstaklinginn og djúpt sálfræðilegt samband getur myndast milli neytandans og íþróttarinnar.
    Höfundur telur hins vegar að stefnumótandi áætlanir innan íþróttamarkaðarins lúti sömu lögmálum og stefnumótun almennrar vöru og þjónustu. Þegar um er að ræða að koma nýrri íþróttagrein á markað eða byggja upp nýja grein þarf að koma íþróttinni á framfæri og byggja upp neytendahóp á sama hátt og þarf til að byggja upp sterk vörumerki almennrar vöru og þjónustu.

Samþykkt: 
  • 13.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10541


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-ritgerdpdf.pdf948.74 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna