is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10544

Titill: 
  • Peningaglýja: Er verðbólga gleymd stærð?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Peningaglýja er hugtak sem lýsir tilhneigingu einstaklinga til að gera ekki greinarmun á nafnstærðum og raunstærðum, það er að taka ákvarðanir án þess að taka tillit til verðbólgu. Tilvist og mikilvægi peningaglýju hefur verið umdeild meðal fræðimanna en undanfarna áratugi hafa sífellt fleiri rannsóknir leitt til þeirrar niðurstöðu að peningaglýja sé til staðar hjá mörgum einstaklingum og geti verið mikilvægur áhrifaþáttur í ákvarðanatöku þeirra. Í þessari ritgerð verður tilvist peningaglýju á Íslandi könnuð með tilraun sem framkvæmd var meðal stúdenta við Háskóla Íslands. Efnahagsumhverfi á Íslandi hefur mörg sérkenni, með viðvarandi verðbólgu, verðtryggingu í meira mæli en þekkist annar staðar, sveigjanlegum vinnumarkaði og sterkri verkalýðshreyfingu. Í þessari ritgerð er því peningaglýja könnuð við sérstakar aðstæður þar sem áhrif peningaglýju eru mjög mikilvæg láti einstaklingar á annað borð blekkjast af henni. Í tilrauninni léku þátttakendur einfaldan verðsetningaleik en höfðu til þess ólíkar forsendur. Annars vegar lék hópur sem fékk hagnað uppgefinn á raunverði en hins vegar hópur sem fékk uppgefin nafnverð. Samanburður á þessum hópum var notaður til að kanna tilvist peningaglýju. Afgerandi munur var á hegðun þessara tveggja hópa sem bendir til þess að peningaglýja hafi verið til staðar meðal þátttakenda. Þeir sem fengu hagnað uppgefinn á raunverði léku hagkvæmasta jafnvægi leiksins en ekki þeir sem fengu hagnað uppgefinn á nafnverði. Niðurstaðan er því sú að Íslendingar láti, jafnt sem aðrir, blekkjast af peningaglýju.

Samþykkt: 
  • 13.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10544


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Peningaglýja.pdf3.39 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna