is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10560

Titill: 
  • Samkeppni á íslenskum raforkumarkaði. Áhrif á raforkufyrirtæki og afkomu þeirra
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Virk samkeppni getur leitt til verulegra breytinga á raforkumarkaðnum. Samkvæmt fræðunum þá getur aukin samkeppni meðal annars leitt til þess að hagnaður fyrirtækja á markaðinum minnki og verð lækki. Samkeppni var hins vegar lengi vel talin ekki henta raforkumarkaðnum þar sem hagkvæmara væri fyrir neytendur að einn aðili sæi um allar þarfir viðskiptavina. Viðhorf til raforkumarkaða hefur síðan breyst og er nú talið að samkeppni geti þrifist í framleiðslu og sölu á markaðinum.
    Markmið rannsóknar var að kanna hvort hægt væri að koma auga á virka samkeppni á markaðinum og hvort hún hafi skilað breytingu í ársreikningum raforkufyrirtækja, markaðshlutdeild og/eða verði á raforku. Rannsóknin var framkvæmd með gagnaöflun og notast var við ársreikninga og annað útgefið efni til að komast að niðurstöðu.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að samkeppni á raforkumarkaðnum hafi leitt til lækkunar á raunverði raforku þegar búið er að taka tillit til vísitölu neysluverðs. Breytingar hafa orðið á markaðshlutdeild raforkuframleiðenda eftir að samkeppni var gefin frjáls. Á sama tíma hefur markaðshlutdeild fyrirtækja í sölu lítið sem ekkert breyst. Þegar ársreikningar raforkufyrirtækja og valdar kennitölur þeirra voru skoðaðar var ekki hægt að greina breytingar sem eru til komnar vegna aukinnar samkeppni á markaðinum. Hins vegar gerir efnahagshrunið greininguna erfiðari þar sem miklar sveiflur mátti sjá vegna þess 2008 og árin þar á eftir á ýmsum kennitölum og rekstrarupplýsingum raforkufyrirtækjanna.

  • Útdráttur er á ensku

    Deregulation in the electric market can lead to significant changes for the electric companies. According to theories on competition changes may lead a decrease in profits for the electric companies as well as a decline in prices. Until recently the electricity market was considered a monopoly marketplace, where one company could better meet the needs of consumers than if two or more companies were competing in the market. With better understanding of the electric market the view on competition has changed. Production and sales of electricity have therefore been deregulated and competition allowed in production and sales of electricity.
    The objective of this thesis was to determine if in fact competition can be found in the Icelandic electric market and if that competition has lead to a change in the bottom line of the electric companies, their market share and/or the electricity prices. The research was conducted by collecting data, which includes financial statements and published literary research.
    The results in this thesis suggest that the deregulation of the Icelandic electric market has led to lower electricity prices after taking into account the CPI. Changes can also be seen in the market share of companies producing electricity. The market share for electric companies working in wholesale has however not seen any changes. When reviewing the financial statements of the electric companies a few changes are notable. However these changes can be linked to other factors, which coused changes in the company’s financial statements. The economic crisis in Iceland of 2008 has however made it harder to come to a concrete conclusion.

Samþykkt: 
  • 13.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10560


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigurbjörg+Ellen+Helgadóttir.pdf3.07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna