is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10576

Titill: 
  • Ágrip af sögu húsnæðisstofnana á Íslandi. Fjármögnun og fjárhagsstaða Íbúðalánasjóðs
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Efni þessarar ritgerðar er ágrip af sögu húsnæðisstofnana á Íslandi og fjárhagsstaða og fjármögnun Íbúðalánasjóðs síðustu árin. Skoðað verður stuttlega hvernig þróun húsnæðisstofnana hefur verið frá aldamótunum 1900 og farið verður yfir fjárhagsstöðu Íbúðalánasjóð með tilliti til eiginfjárstöðu hans og hún skoðuð síðustu árin. Farið verður yfir fjármögnun Íbúðalánasjóðs og sagt frá helstu fjármögnunarleiðum sem honum standa til boða. Farið verður ýtarlega í helstu fjármögnun Íbúðarlánasjóðs sem er útgáfa íbúðabréfa og útskýrt verður hvernig tekjur hans verða til við útgáfu bréfanna. Einnig verður farið yfir stöðu húsnæðismarkaðarins á Íslandi í dag en tengist hann að miklu leyti efni þessarar ritgerðar.
    Húsnæðisstofnanir hafa þróast mikið í gegnum tíðina en einna helst hófst þróunin eftir seinni heimsstyrjöld þegar mikil eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði varð á höfuðborgarsvæðinu eftir mikinn brottfluttning frá sveitum til bæja. Helsta breytingin á síðustu árum varð hins vegar með setningu laga nr. 44 frá árinu 1998 um stofnun Íbúðalánasjóðs. Íbúðalánasjóður hefur verið í fararbroddi húsnæðislána síðan lögin tóku gildi 1. janúar 1999 og mun væntanlega halda því áfram um ókomin ár. Húsnæðismarkaður Íslands hefur tekið miklum stakkaskiptum síðustu árin en hápunktur hans varð um mitt ár 2007 þegar nýbyggingar voru í hámarki og íbúðaverð í hæstu hæðum. Íbúðaverð hækkaði um 63% frá miðju ári 2004 fram til loka árs 2007 en nýbyggingar voru einnig í hámarki á sama tíma.
    Eiginfjárstaða Íbúðalánasjóðs hefur verið undir lögbundnum mörkum síðan í byrjun árs 2009 og náði lágmarki í rúmum 2% á árinum 2010, en lögbundin mörk sjóðsins eru 5%. Birt hefur þó til í fjárhagsstöðu sjóðsins og ber þar einna helst að nefna stofnfjáraukningu sem nam 33 milljörðum króna, sem var aðalástæða þess að eiginfjárstaða sjóðsins styrktist á árinu 2011. Ætla má að sjóðurinn haldi áfram að styrkja stöðu sína á árinu 2012 vegna minni afskrifta og auknum vaxtamun á íbúðabréfum og útlánavöxtum á húsnæðislánum.
    Fjármögnun Íbúðalánasjóðs fer fram á þrennan hátt en helst ber að nefna útgáfu íbúðabréfa sem gefin eru út á opnum markaði þar sem fjárfestar versla með bréfin. Helstu fjárfestar íbúðabréfa á Íslandi eru lífeyrissjóðir landsins, en hlutfall fjárfestinga lífeyrissjóðanna hefur aukist frá 20% upp í 50% frá því fyrir bankahrun síðla árs 2008 fram til loka árs 2011.
    Staða Íbúðalánasjóðs fer batnandi dag frá degi og má búast við því að sjóðurinn verði kominn af stað með að rétta úr kútnum á árunum 2012 og 2013.

Samþykkt: 
  • 13.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10576


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
(Ágrip af sögu húsnæðisstofnana á Íslandi Fjármögnun og fjárhagsstaða Íbúðalánasjóðs).pdf288.16 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna