ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10600

Titill

Netnotkun, með áherslu á netfíkn

Skilað
Febrúar 2012
Útdráttur

Mikil samfélagsleg breyting hefur orðið við komu netsins. Nýir hættir samskipta hafa komið til og flæði upplýsinga aukist til muna. Á Íslandi nota flest allir netið og hafa aðgang að því heima, í starfi og við nám. Háskólanemendur eru stærstu notendur netsins á Íslandi eða alls 98,8%. Við þessa miklu aukningu á netnotkun og aukinn aðgang almennings að netinu eru þó hættur sem ber að varast. Mikilvægt er að fylgjast með umferð barna og unglinga á netinu og kenna þeim að nota það á öruggan hátt. Á netinu í dag er flest allt mögulegt og eru tölvuleikir og samskiptasíður á borð við Facebook.com hvað vinsælastar. Mikil netnotkun getur þó haft í för með sér netfíkn en það er hugtak sem er nýtt á nálinni og er enn í mótun. Í flestum tilvikum verða einstaklingar háðir netinu í kjölfar undirliggjandi sjúkdóma líkt og þunglyndi, kvíða og félagsfælni en langtíma rannsóknir eru mikilvægar til að sýna hvernig persónuleikaeinkenni, fjölskyldutengsl, og samskiptahæfileikar, hafa áhrif á hvernig fólk notar netið. Netfíkn á Íslandi er að færast í aukana og þá helst hjá unglingum á aldrinum 15-18 ára, til aðstoðar eru þá helst sálfræðingar, námsráðgjafar í skólum og foreldrar. Mikil þörf er á meðferðarúrræðum og aðstöðu hér á landi fyrir þessa nýju fíkn.

Samþykkt
13.1.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BA ritgerd KSH.pdf298KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna