ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Hugvísindasvið>B.A. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10615

Titill

Um prófsteina gjörða okkar. Sartre og Mill vísa lesendum veginn en lýsa ekki upp sömu leið

Skilað
Janúar 2012
Útdráttur

Viðfangsefni ritgerðarinnar er ábyrgð og frelsi einstaklingsins og rannsóknarspurningin er: Hvenær þarf maður að standa öðrum reikningsskil á eigin gjörðum? Spurningin er skoðuð frá sjónarhóli heimspekinganna Jean-Paul Sartres (1905 – 1980) og John Stuart Mills (1806 – 1873), eins og hún birtist í tveimur þekktum ritum eftir þá, Tilvistarstefnan er mannhyggja (L'existentialisme est un humanisme) eftir hinn fyrrnefnda og Frelsið (On Liberty) eftir þann síðarnefnda. Mill og Sartre voru ólíkir hugsuðir en eiga það sameiginlegt að telja að við eigum ætíð að fylgja eigin sannfæringu, þó ekki út í ystu æsar. Í þeirra huga hefur einstaklingsfrelsi ákveðin takmörk; í báðum tilvikum hverfast þau í raun um líf annarra manna og hagsmuni þeirra. Hins vegar liggja æði mismunandi rök að baki. Efni ritgerðarinnar er að skoða ólíkar hugmyndir Sartres og Mills um takmörk einstaklingsfrelsisins.

Samþykkt
17.1.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Helgi_ritgerd.pdf332KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna