ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10625

Titill

Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað. Þörf fyrir þekkingarstarfsemi á öld upplýsinga

Skilað
Janúar 2012
Útdráttur

Síðasti áratugur var mikill uppgangstími á Austurlandi. Virkjana- og álversframkvæmdir settu sterkan svip á allt líf í Fjarðabyggð og á Fljótsdalshéraði. Á margan hátt er hægt að segja að tilkoma álvers Fjarðaáls hafi hjálpað svæðinu, en með starfsemi þess hafa skapast beint eða óbeint hátt í 800 störf. Munar um minna fyrir ekki fjölmennara svæði. Íbúafjöldi náði hámarki á árunum 2005 og 2006 en eftir að framkvæmdum lauk hefur íbúum fækkað. Í dag er svæðið fyrst og fremst frumvinnslusvæði með fisk og ál, auk þjónustustarfa. Menntun íbúa er lakari en gengur og gerist, og starfsfjölbreytni með lakara móti. Aðstaða til framhaldsskólanáms er til fyrirmyndar og eru á svæðinu þrír skólar, sem bæta hverja aðra upp í námsúrvali. Ekkert staðbundið nám er hinsvegar í boði á háskólastigi. Úr þessu þarf að bæta, en til þess að svæðið geti haldið samkeppnishæfni þarf að bæta menntun og efla mannauð. Er það best gert með því að bjóða upp á staðbundið nám, efla rannsóknir og nýsköpun í atvinnulífi. Fljótsdalshérað og Fjarðabyggð eiga töluvert í land með að geta titlað sig sem þekkingarsamfélag, enda frumframleiðsla stór þáttur í atvinnulífi svæðisins. Til lengri tíma litið er mikilvægt að auka hlut þekkingarstarfa, því jarðgæðin sem frumvinnsla byggist á eru ekki ótæmandi og samkeppnishæfni svæðiðsins er bundin því að breyting verði í áherslum. Eftir engu er að bíða og því ættu sveitarfélögin að vinna í sameiningu að því að gera landsfjórðunginn að þekkingardrifnu samfélagi.

Samþykkt
19.1.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Ritgerð tilbúin-Da... .pdf536KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna

Athugsemd: Ég myndi vilja það sé bara hægt að lesa hana rafrænt :)