is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10627

Titill: 
  • Að skilja kjarnann frá hisminu. Ritstjórn, verklag og siðareglur fjölmiðla
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í lýðræðisþjóðfélögum er algengt að talað sé um að fjölmiðlar fari með fjórða valdið og þá með hliðsjón af þeim þremur sem eiga að standa vörð um lýðræðisríki, þ.e. framkvæmdarvaldi, löggjafarvaldi og dómsvaldi. Hlutverk þeirra er að upplýsa almenning með nákvæmum, áreiðanlegum og málefnalegum fréttaflutningi og gera hverri þjóð kleift að bregðast við telji hún þörf á. Af þessu sést hversu mikilvægu aðhaldshlutverki fjölmiðlum er ætlað að gegna og hversu mótandi og mikill áhrifavaldur þeir eru í viðhorfsmótun hverrar þjóðar. Það að fjölmiðlar setji sér skýrar ritstjórnarreglur er af þessum sökum afar mikilsvert, því að lýðræðinu er ógnað í samfélögum þar sem ekki er hægt að treysta því að umfjöllun fjölmiðla sé sönn og rétt, markviss, rökviss og skipulögð.
    Í ljósi þess valds sem fjölmiðlar fara með ber þeim að lúta ákvæðum Stjórnarskrár Íslands og Mannréttindasáttmála Evrópu og öðrum viðkomandi landslögum, fylgja ströngum verklags- og ritstjórnarreglum í starfi sínu, sýna sterka siðferðiskennd og fylgja siðareglum Blaðamannafélags Íslands. Í þessari rannsókn verður fjallað um lagalegan og siðferðilegan ramma fjölmiðla og skoðað hvort hann sé fullnægjandi. Sérstaklega verður varpað fram spurningum um ritstjórnarlega réttlætingu þess að birta nöfn grunaðra manna þar sem sakborningar lýsa allir yfir sakleysi sínu og hvort og hvernig slík umfjöllun samræmist siðareglum og lögum.

Samþykkt: 
  • 19.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10627


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Að skilja kjarnann frá hisminu.pdf1.62 MBLokaður til...16.01.2132HeildartextiPDF