is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1064

Titill: 
  • Íslensk lífræn framleiðsla : greining og horfur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Skýrslan veitir heildarmynd af framleiðslu lífrænna vara á Íslandi. Vöxtur greinarinnar í flestum ríkjum ESB hefur verið um 30 til 50% á ári undanfarin ár, en á Íslandi hefur þróunin verið mun hægari. Staðan er samt þannig að eftirspurn eftir lífrænu grænmeti og fleiri lífrænum vörutegundum er langt umfram framboð. Verðlagning afurða er góð, neytendur hérlendis virðast vera tilbúnir til að greiða 10 til 30% meira fyrir lífræna vöru miðað við hefðbundna. Vöxtur í greininni gæti orðið mjög mikill verði rétt á spöðum haldið. Það skiptir mjög miklu máli að afskipti hins opinbera beinist að öðrum þáttum en hingað til, t.d. að því að skapa jákvæðari ímynd lífrænnar framleiðslu, ýta undir notkun lífrænna matvæla á sumum stofnunum og fræða landsmenn um kosti, þ.e. hollustu og næringargildi, lífrænna matvæla. Einnig gæti hið opinbera ýtt undir nýsköpun, vöruþróun í þessari atvinnugrein og veitt ríflegri styrki til þeirra sem vilja skipta yfir á lífræna framleiðsluhætti. Jafnvel mætti hið opinbera setja sér markmið að ná ákveðnu hlutfalli af lífrænum landbúnaðarvörum miðað við hefðbundnar, eins og t.d. er gert í Þýskalandi og Svíþjóð, en þar hefur markið verið sett á 20%.
    Þegar framboð verður nóg innanlands mætti huga að útflutningi á völdum vörutegundum á valda markaði, sem gæti leyst þann vanda sem íslenskur landbúnaður lendir í ef ráðist er í inngöngu í ESB. Útflutningur lífrænna vara er útflutningur á hágæða vörum á háu verði. Mikilvægt er þó að rétt verði að málum staðið og afskipti hins opinbera í markaðsmálum verði í góðu samkomulagi við framleiðendur. Markaðsgreining leiddi í ljós að vænlegustu markaði til útflutnings eru Norðurlöndin og Þýskaland.
    Í heildina má því segja að framtíð greinarinnar er afar björt að því gefnu að framboð, vöruþróun og nýsköpun verði aukið til muna og að seldar verða réttar vörur á réttum mörkuðum.
    Lykilorð: Lífrænt – markaðsgreining – útflutningur – nýsköpun - áætlun.

Samþykkt: 
  • 1.1.2003
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1064


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lifraen.pdf812.33 kBOpinnÍslensk lífræn framleiðsla - heildPDFSkoða/Opna