ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Hugvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10662

Titill

Að marka sér sérstöðu. Litlar og sérhæfðar bókaútgáfur

Skilað
Janúar 2012
Útdráttur

Ritgerð þessi skiptist í tvo hluta. Í fyrri hlutanum er fjallað um uppkomu og vöxt lítilla og sjálfstæðra útgáfufélaga auk þess sem gert verður grein fyrir hvað felst í þeim hugtökum. Varpað verður ljósi á þær breytingar sem hafa orðið á útgáfusviðinu á síðustu árum og hvaða lögmál eru nú ríkjandi. Einnig verður fjallað um sérhæfðar útgáfur og litið til Íslands í því samhengi. Í seinni hlutanum er fjallað um bókaútgáfuna Crymogea þar sem höfundur ritgerðarinnar var í starfsnámi haustið 2011. Forlagið var stofnað árið 2007 og hefur síðan þá sérhæft sig í útgáfu listaverka, ljósmynda- og hönnunarbóka. Markmiðið er að gera grein fyrir starfsemi forlagsins og áherslum. Sú umfjöllun er að stórum hluta byggð á viðtali við Kristján B. Jónasson, eiganda og útgáfustjóra Crymogeu, en einnig er stuðst við viðtöl við þá Einar Fal Ingólfsson ljósmyndara og Hörð Lárusson grafískan hönnuð, sem hafa báðir gefið út bækur hjá forlaginu.

Samþykkt
20.1.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Sigurlaug Helga.pdf424KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna