ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Hugvísindasvið>B.A. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10664

Titill

Unge islændinges udtale af dansk. En kvalitativ undersøgelse af islandske folkeskole- og gymnasieelevers danskudtale

Skilað
Janúar 2012
Útdráttur

Í þessari ritgerð verður farið yfir dönskuframburð ungra Íslendinga með tilliti til áður fundinna einkenna í þessum framburði. Markhópurinn samanstendur af fjórum grunnskólanemendum og fjórum menntaskólanemendum. Afstaða nemenda til dönskukennslu er sjónarmið sem einnig verður skoðað í þessari framburðarrannsókn til þess að rannsaka hvort tenging sé milli afstöðu gagnvart kennslu og dansks framburðar.
Rannsóknarspurning þessarar ritgerðar er þrískipt:
1. Hvað einkennir dönskuframburð íslenskra nemenda og er munur á framburði grunnskóla- og menntaskólanemenda?
2. Er tenging milli afstöðu nemenda gagnvart dönskukennslu og dansks framburðar?
3. Finnast nemendur framburður vera mikilvægur liður i dönskukennslunni?
Til þess að svara þessum spurningum rannsaka ég áður fundin framburðareinkenni og hef augun opin fyrir nýjum einkennum við hlustun og greiningu upplesturs nemenda.
Niðurstöður þessarar rannsóknar eru að framburðareinkenni sem áður hefur verið fjallað um finnast einnig í upplestri þessara nemenda en þrjú ný einkenni hafa litið dagsins ljós. Áhersla á framburð getur verið hvatning nemenda og á þann hátt haft áhrif á dönskukennsluna á jákvæðan hátt. Aftur á móti fannst engin tenging milli afstöðu og framburðar en það gæti átt sér skýringu í því hversu lítill markhópurinn er.

Samþykkt
20.1.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Már Viðarsson.pdf1,21MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna