is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10667

Titill: 
  • „Hvað er eins og ást?“ Líkingar um ást í Heim til míns hjarta eftir Oddnýju Eir Ævarsdóttur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni ritgerðarinnar er skáldsaga Oddnýjar Eirar Ævarsdóttur (2009), Heim til míns hjarta: Ilmskýrsla um árstíð á hæli, nánar tiltekið líkingar um ástarsambönd sem þar er sagt frá. Þær eru skoðaðar í ljósi kenninga George Lakoff og Mark Johnson um líkingar, þ.á.m. hugtakslíkingar - sem urðu ekki síst þekktar með útkomu bókarinnar Metaphors We Live By (1980) - svo og lista Zoltán Kövecses yfir hugtakslíkingar sem líkingar um ást í máli eru byggðar á en listinn birtist í bókinni Metaphor and Emotion (2000). Fjallað verður um notkun mynda og hvernig unnið er með líkingar sem eru rótgrónar í málinu og snúið út úr þeim eða nýjar smíðaðar upp úr þeim. Einnig verður litið á kenningar Kövecses um notkun líkinga um ást í The Language of Love (1988), og þær bornar saman við notkun líkinga í Heim til míns hjarta.
    Athugun á sögunni leiðir meðal annars í ljós að höfundur leitast mjög við að gera tilfinningahugtök áþreifanleg með því að kortleggja þau og hugsa um þau á myndrænan hátt. Höfundur býr til myndir sem fá lesandann til að endurhugsa hefðbundnar hugmyndir um ást og myndmál sem mótar hugsun okkar um ástina. Rauði þráðurinn í skáldsögunni er leit sögumanns að skilningi á ástinni, en hún fer fram í gegnum tungumálið. Samkvæmt kenningum hugfræðinnar er tungumálið sjálft ekki uppspretta hugtakanna sem við notum, heldur vísbending um hvernig hugurinn starfar, sem aftur skýrist af lögmálum líkamsstarfsemi mannsins, líkamsgerð hans og skiptum við umhverfið. En eitt af viðfangsefnum Heim til míns hjarta reynist einmitt vera ögrun og uppgjör við aldagamla tvíhyggju sem skilur að líkama og „sál,“ og gerð er tilraun til að hugsa frekar um manninn sem lífheild og setja hann í samhengi við sögu, menningu og hugsunarkerfi síðustu árþúsunda.

Samþykkt: 
  • 20.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10667


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
sigrunhlinbaritgerd.pdf15.71 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna