ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1069

Titill

Áhrif Bowen tækni á börn með ofvirkni og/eða athyglisbrest

Útdráttur

Útdráttur
Tilgangur rannsóknarinnar var að gera frumkönnun á áhrifum einnar óhefðbundinnar
meðferðar, Bowen tækni, á börn með ofvirkni og/eða athyglisbrest (ADHD).
ADHD er krónísk og almenn taugageðfræðileg röskun sem venjulega kemur fram snemma á
barnsaldri. Megineinkennin eru meðal annars áberandi eftirtektarleysi, áhugaleysi og
einbeitingarskortur, að barnið á erfitt með að sitja lengi kyrrt og er oft á iði. Helstu
meðferðarúrræði við ADHD eru lyfjameðferðir og atferlismótandi meðferðir. Lítið er vitað
um áhrifa annarra meðferða en lyfjameðferða. Rannsóknir hafa þó sýnt að foreldrar nota í
auknum mæli óhefðbundnar meðferðir fyrir börn sín.
Rannsóknaraðferðin var megindleg og lýsandi. Þýði rannsóknarinnar voru þau börn sem
komu til fjölskyldudeildar Akureyrarbæjar frá því í byrjun febrúar fram í byrjun maí 2007.
Úrtakið innihélt sex börn á aldrinum fjögurra til ellefu ára sem uppfylltu greiningarskilyrði
fyrir ofvirkni og/eða athyglisbrest. Gögnin voru fengin úr tveimur spurningalistum, annars
vegar margprófuðum matslista fjölskyldudeildar og hins vegar spurningalista rannsakanda
sem verið var að forprófa og úr sjúkraskrám þátttakenda. Þrír voru fyrir meðferð greindir
ofvirkir en fimm með athyglisbrest. Eftir meðferðina var aðeins einn sem enn uppfyllti
greiningarskilyrði fyrir ofvirkni og fjórir sem uppfylltu greiningarskilyrði fyrir
athyglisbrest.
Við meðferðina batnaði svefn og hvíld þátttakenda verulega og leiddi það til betri hegðunar
þeirra og einbeitingar.
Hjúkrunarfræðingar þurfa að vera opnir fyrir og hafa góða þekkingu á óhefðbundnum
aðferðum og geta komið til móts við þarfir skjólstæðinga sinna og sýnt skilning á þeim
hugmyndum sem þeir hafa til að bæta líðan sína.
Lykilorð: ofvirkni, athyglisbrestur, Bowen tækni, svefnvandamál, óhefðbundnar meðferðir.

Samþykkt
1.1.2007


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Ahrif Bowen taekni... .pdf3,86MBOpinn Heildarskrá PDF Skoða/Opna