is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10694

Titill: 
  • Kímonóinn í samtímanum. Hönnun Takahashi Hiroko: Hirocoledge
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er fjallað um kímonó hönnun Takahashi Hiroko, Hirocoledge. Hönnunin er sett í samhengi við sögu, hefðir og fagurfræði kímonósins í Japan. Markmið þessarar skoðunar á kímonóinum og hönnun Takahashi Hiroko er að skilgreina með hvaða móti hún nýtir sögu og hefðir kímonósins í hönnun sinni. Lagt verður mat á það hvort markmið hennar, að skapa nýja hefð og auka notkun kímonósins fyrir hversdagsleg tækifræri, séu raunhæf.

    Í fyrri hluta ritgerðarinnar er farið yfir fræðilegar kenningar sem notaðar eru til að skilgreina Hirocoledge. Greint verður frá tilurð kímonósins og þróun hans frá síðari hluta 19. aldar skoðuð til að varpa ljósi á stöðu hans í japönsku samfélagi í dag. Einnig er skýrt frá fagurfræðilegum eiginleikum kímonósins og sýnt fram á hvernig hönnun hans er háttað. Í þriðja kafla ritgerðarinnar er stílfræðihugtakið skýrt í listsögulegu samhengi. Greinin, Stíll (e. Style) eftir Ernst Gombrich, fjallar um stíl í listfræðilegu samhengi með sögulegri skírskotun til þróunar hans. Þar eru einkennandi eiginleikar stíls og orsakir stílþróunar greindar. Í bókinni, Menningarkimar: merking stíls (e. Subculture: The Meaning of Style), fjallar Dick Hebdige um birtingarmynd menningarkima og stíls útfrá ýmsum kenningum. Grein Fiona Anderson Tíska: stíll, sjálfsmynd og merking (e. Fashion: Style, Identity and Meaning), fjallar um stílinn í tengslum við umfangsmikið kerfi tískunnar og tengingu hans við sköpun sjálfsins.
    Í síðari hluta ritgerðarinnar er hönnun Takahashi Hiroko, Hirocoledge, í brennidepli. Hún er greind út frá þeim fræðilegu kenningum sem skýrt er frá í fyrri hluta ritgerðarinnar og sett í samhengi sögu og fagurfræðilegra eiginleika kímonó hönnunar. Þá er Hirocoledge borin saman við kímonó hönnun Jotaro Saito sem og kímonó sem notaður var af ungri, japanskri konu árið 2009. Með þessu móti verður greint með hvaða móti markmið Hiroko birtast í hönnun hennar; að gera kímonóinn að vinsælli hversdagsflík og skapa þar með nýja hefð byggða á grunni gamalla hefða.
    Tölur innan hornklofa vísa til númers mynda í myndaskrá.

Samþykkt: 
  • 23.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10694


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
berglindhelgad_lokaritgerd_listfr.pdf866.21 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna