ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Hugvísindasvið>B.A. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10695

Titill

Joseph Beuys. Sköpunarkrafturinn og samfélagið. Græðandi og drífandi afl listarinnar.

Skilað
Janúar 2012
Útdráttur

Hér verður fjallað um þýska listamanninn Joseph Beuys og hugmyndir hans um listina. Í fyrri hluta ritgerðarinnar verða gerð góð skil á ævi hans og uppvaxtarárum sem höfðu mikil áhrif á hans listsköpun. Varpað verður ljósi á breyttan skilning manna á myndlistinni á sjöunda áratuginum sem endurspeglast í list Beuys og í fleiri listhreyfingum. Beuys var sannfærður um jákvæða virkni listarinnar og vildi hann efla sköpunarkraft sem flestra sem hann áleit nauðsynlegt fyrir samfélagið. Ritgerðin mun síðar leiða að því fyrirbæri sem Beuys kaus að kalla samfélagsskúlptúr. Kafað verður dýpra í hugmyndir sem tengdar eru samfélagsskúlptúrnum og þau verk sem bera hans ummerki. Fjallað verður sérstaklega um það hvernig hann beitti þessum hugmyndum við að þenja út hugtak listarinnar. Í síðasta hluta ritgerðarinnar verður það umrót sem varð á pólitískum vettvangi eftirstríðsáranna sett í samhengi við listsköpun Beuys og hugmyndir annarra bornar saman við hans eigin.
Lykilorð: Joseph Beuys, Rudolf Steiner, Herbert Marcuse, Samfélagsskúlptúrinn, Flúxus

Samþykkt
24.1.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Kristín Karólína-B... .pdf1,45MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna