is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10699

Titill: 
  • Friðhelgi einkalífs og heimildir stjórnvalda til inngrips í heimilisofbeldismálum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Friðhelgi einkalífs og heimildir lögreglu og barnaverndaryfirvalda til inngrips í heimilisofbeldismálum
    Markmið þessarar ritgerðar er að skoða hvort réttur einstaklinga til friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu samkvæmt 71. gr. stjskr. feli í sér svo víðtæka vernd að ofbeldisbrot geti þrifist í skjóli hennar. Í því samhengi verður fjallað um þær heimildir sem stjórnvöld hafa til inngrips í heimilisofbeldismál. Í upphafi ritgerðar verður almenn umfjöllun um ákvæði 71. gr. stjskr. og þá sérstaklega hvert sé verndarandlag ákvæðisins og hverjar séu heimilar takmarkanir á því. Samhliða skýringu á ákvæði 71. gr. stjskr. verður fjallað um 8. gr. MSE, sem er að miklu leyti fyrirmynd áðurnefnds stjórnarskrárákvæðis. Einnig verða nefndir aðrir alþjóðlegir samningar sem taka til sama efnis. Þá verður fjallað um ofbeldisbrot sem eiga sér stað innan veggja heimilis en hugtakið heimilisofbeldi hefur fest sig í sessi í almennri málnotkun yfir ofbeldi sem á sér stað milli nákominna aðila. Birtingarmynd heimilisofbeldis er ekki aðeins líkamlegt ofbeldi heldur getur andlegt, kynferðislegt og efnahagslegt ofbeldi einnig talist vera heimilisofbeldi. Hér er um að ræða málefni sem er oft á tíðum viðkvæmt og snertir einkalíf fólks. Því getur aðkoma lögreglu verið erfið þegar þeir eru að sinna útköllum í heimahús vegna hugsanlegs ofbeldis. Þá sér í lagi þegar börn eru einnig inni á heimili og eru hugsanlega beinir þolendur ofbeldisins, eða óbeinir, þá sem vitni. Fjallað verður um helstu heimildir lögreglu og barnaverndaryfirvalda til að fara inn á heimili. Brottvikning brotamanns af heimili, eða svokölluð austurríska leið var lögfest með nýjum lögum nr. 85/2011 um nálgunarbann og brottvikningu af heimili. Á það úrræði vonandi eftir að koma til með að auka vernd brotaþola heimilisofbeldis.

Samþykkt: 
  • 24.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10699


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML lokaritgerð.pdf491.46 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna