is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10706

Titill: 
  • Stjórnskipunarvenja
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Stjórnskipunarvenja hefur átt þátt í mótun helstu meginreglna íslenskrar stjórnskipunar. Meginviðfangsefni samantektarinnar er að greina stjórnskipunarvenju almennt og sýna fram á það hvernig hún birtist í íslenskum rétti.
    Við slíkt þarf að styðjast við kenningar norrænna fræðimanna enda eru íslenskar heimildir um stjórnskipunarvenju takmarkaðar og skrif fræðimanna einnig. Til að geta greint stjórnskipunarvenju þarf að fjalla um hina almennu réttarvenju enda byggir stjórnskipunarvenja að miklu leyti á sömu sjónarmiðum. Annar hluti ritgerðarinnar snýr að ítarlegri greiningu á stjórnskipunarvenju og verður ítarlega fjallað um kenningar norrænna fræðimanna til skýringa á upphafi, þróun og stöðu hennar sem réttarheimildar. Í kenningum fræðimanna hafa verið sett fram skilyrði að löghelgan réttarvenju og eru fræðimenn ekki sammála er varðar þau skilyrði sem teljst hlutlæg og huglæg, eða hvort yfir höfuð skuli beita slíkum aðferðum. Var komist að þeirri niðurstöðu að huglægu skilyrðin virðast ekki skipta miklu máli þegar meta skal fyrir dómstólum hvort réttarvenja hafi myndast. Virðast því vera að huglægu skilyrðin séu sterkar. Hins vegar eiga huglæg skilyrði vel við þegar um eldri meginreglur stjórnskipunarinnar er að ræða, til dæmis þingræðisregluna og heimild dómstóla til að meta stjórnskipulegt gildi laga.
    Í þriðja og síðasta hluta ritgerðarinnar verða svo þau sjónarmið sem fram hafa komið borin saman við synjunarvald forseta. Verður þá beitt þeim aðferðum sem taldar eru hentugar til að meta hvort skilyrði stjórnskipunarvenju eru talin uppfyllt og önnur sjónarmið reifuð er því tengjast.
    Var sú ályktun dregin að skilyrði stjórnskipunarvenju hefði verið uppfyllt í tilviki synjunarvalds forseta. Hefur þó sú ákvörðun forseta að synja lögum staðfestingar í þrígang gert það að verkum að líklega er um réttarsögu og ræða, nema ný stjórnskipunarvenja ryðji sér til rúms en framtíðin ein sker þar úr um.

Samþykkt: 
  • 24.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10706


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heimildaskrá.pdf506.44 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
ml.stjórnskipunarvenja.Reynir.svavar..pdf1.33 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna