is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1070

Titill: 
  • Upplifun kvenna af bráðakeisaraskurði : áfall eða ánægjuleg upplifun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að fá innsýn í andlega líðan kvenna sem hafa undirgengist bráðakeisaraskurð, hver upplifun þeirra var og hvernig þeim fannst þjónustan og umgjörðin vera í kringum ferlið. Fannst þeim einhverju ábótavant eða voru þær sáttar?
    Markmið rannsóknarinnar var að komast að því hvort konum finnist sú lífsreynsla að fara í bráðakeisaraskurð vera áfall eða ánægjuleg upplifun.
    Rannsóknaraðferðin er eigindleg (qualitative research) og nefnist fyrirbærafræði. Þátttakendur rannsóknarinnar voru átta konur sem allar gengust undir bráðakeisaraskurð á árunum 2003-2006. Gagnagreining fór fram samkvæmt reglum um gagnasöfnun í rannsóknum og voru gögnin greind í megin- og undirþemu og þau studd með beinum tilvitnunum úr viðtölum.
    Viðtölin voru greind í sex meginþemu sem eru; hræðsla, upplifun, andleg líðan, fræðsla, stuðningur og samskipti. Það sem kom fram hjá öllum konunum þegar ákveðið var að þær þyrftu að gangast undir bráðakeisaraskurð var hræðsla um barnið. Allar voru þær ánægðar með starfsfólk og þá umönnun sem þær fengu. Sú fræðsla sem konurnar fengu fyrir keisarann var ekki mikil en samt sem áður var það ekki eitthvað sem þær voru ósáttar við, þær gerðu sér fyllilega grein fyrir því að fólk var að keppa við tímann og að upplýsingastreymi væri því í lágmarki.
    Konunum fannst einnig sú fræðsla sem þær fengu eftir bráðakeisarann skipta miklu máli því hún hjálpaði þeim að fá heildræna sýn á ferlið. Engin kvennanna var ósátt við það að hafa þurft að fara í bráðakeisaraskurð eftir á að hyggja, þar sem þær eignuðust allar lifandi og heilbrigt barn, en það var nokkuð sem engin þeirra vildi skipta út.
    Samkvæmt rannsóknarniðurstöðunum voru konurnar sem þátt tóku í heildina litið mjög sáttar við upplifunina af bráðakeisaraskurðinum og ferlinu í kringum hann. Það helsta sem þær töluðu um að mætti betur fara var fræðslan. Þær hefðu viljað fá meiri vitneskju um hvað felst í því að fara í bráðakeisaraskurð. Umönnun heilbrigðisstarfsfólks var til fyrirmyndar að mati allra kvennanna sem tóku þátt í rannsókninni.
    Rannsóknarniðurstöður sýna það að engin kvennanna sem tók þátt í rannsókninni upplifði bráðakeisaraferlið sem áfall.
    Samkvæmt þessum niðurstöðum eru svörin við rannsóknarspurningum sem settar voru upp fyrir gerð rannsóknarinnar þau, að upplifun kvenna af bráðakeisaraskurði sé ekki endilega ánægjuleg en hafi ekki langvarandi áhrif á andlega líðan þeirra og að fræðsla í kringum bráðakeisaraferlið sé ekki nægjanleg. Konurnar upplifðu allar umönnun lækna og ljósmæðra á jákvæðan og styðjandi hátt.
    Lykilhugtök: hræðsla, upplifun, samskipti, stuðningur, andleg líðan, fræðsla, bráðakeisaraskurður.

Samþykkt: 
  • 1.1.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1070


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerðin í heild.pdf3.11 MBOpinnHeildarverkPDFSkoða/Opna