ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1071

Titill

Nemendur með sálfélagslegan vanda og skólaumhverfið

Útdráttur

Tilgangur þessarar rannsóknarinnar var tvíþættur. Annars vegar að kanna
samsvörun nemenda með erfiðleika af sálfélagslegum toga og skólaumhverfis með
matstækinu Mat nemenda á skólaumhverfi (MNS) og hins vegar að bera niðurstöður
saman við fyrirliggjandi upplýsingar um samsvörun nemenda með hreyfihömlun og
skólaumhverfis. Þátttakendur voru 24 börn og unglingar á aldrinum 9-17 ára með
erfiðleika af sálfélagslegum toga sem valdir voru með hentugleikaúrtaki. Að auki voru
nýtt fyrirliggjandi gögn um 39 nemendur með hreyfihömlun á aldrinum 9-18 ára. Notuð
var megindleg rannsóknaraðferð með lýsandi tölfræði við úrvinnslu gagna og seinni
rannsóknarspurningunni var svarað með marktektarprófum. Niðurstöður rannsóknarinnar
sýna minnsta samsvörun á milli nemenda og skóla við matsþættina; að vinna í stærðfræði,
að skrifa og taka þátt í íþróttum og sundi. Mest er samsvörunin við matstþættina; aðgengi
að skólanum, samskipti við starfsfólk og að sinna daglegum viðfangsefnum í frímínútum.
Samanburður á hópunum tveimur leiddi í ljós marktækt meiri þátttöku barna með
erfiðleika af sálfélagslegum toga heldur en barna með hreyfihamlanir í matsþáttunum; að
vinna í list og verkgreinum, þátttaka í bekkjarstarfinu, sinna daglegum viðfangsefnum í
frímínútum, að taka þátt í vettvangsferðum og aðgengi að skólanum. Aftur á móti var
meiri þátttaka nemenda með hreyfihamlanir í að vinna í stærðfræði. Niðurstöðurnar varpa
ljósi á þörf nemenda með erfiðleika af sálfélagslegum toga fyrir aðstoð og aðlögun í
skólaumhverfinu. Þær geta nýst við skipulagningu þjónustu iðjuþjálfa og annarra við
nemendahópinn, börnum með sérþarfir í námi og fjölskyldum þeirra til hagsbóta.
Lykilhugtök: Skólaumhverfi, nemendur með erfiðleika af sálfélagslegum toga og þátttaka.

Samþykkt
1.1.2007


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
LOKA-LOKA-LOKA-LOKA.pdf2,24MBOpinn Heildarskrá PDF Skoða/Opna