is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10722

Titill: 
  • Upplifun 16 – 25 ára ungmenna á atvinnuleysi sínu í efnahagslægð
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi rannsókn miðar að því að að kanna hvernig það sé að vera atvinnulaus á tímum efnahagskreppu. Þar sem ungmenni á aldrinum 16 – 25 ára hafa orðið hvað mest fyrir barðinu á atvinnuleysi í öðrum löndum var ákveðið að kanna hvernig líðan hjá þeim hópi atvinnulausra einstaklinga er og hvort þeir einstaklingar séu að nýta sér úrræðin sem í boði eru á markaðnum. Tekin voru eigindleg viðtöl við þrjá þátttakendur, búsetta á höfuðborgarsvæðinu, til þess að fá þeirra sýn á atvinnuleysið og voru þeir á aldrinum 16 – 25 ára. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að atvinnuleysi hefur í flestum tilvika slæm áhrif á einstaklinga, en þó spili inn í ýmsir þættir eins og viðhorf til atvinnu, staða í samfélaginu, hjúskaparstaða og fjárhagsleg staða. Viðmælendur upplifðu sig að einhverju leiti og þeir væru fyrir utan samfélagið og fannst óþægilegt að ræða um atvinnuleysið og leitina.

Samþykkt: 
  • 25.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10722


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gudny Arna Einarsdottir Bs 2011 Atvinnuleysi.pdf508.18 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna