is Íslenska en English

Skýrsla

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Ritraðir og skýrslur >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10724

Titill: 
  • Rannsókn á ofbeldi gegn konum: Reynsla kvenna á aldrinum 18-80 ára á Íslandi
Útgáfa: 
  • Desember 2010
Útdráttur: 
  • Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd (RBF) var falið að gera rannsókn á ofbeldi karla gegn konum í nánum samböndum að beiðni Félags- og trygginamálaráðuneytisins. Markmið rannsóknarinnar er að afla þekkingar á eðli, umfangi og afleiðingum líkamlegs og kynferðislegs ofbeldis sem konur eru beittar af karlmönnum. Þessi skýrsla tekur fyrst og fremst til ofbeldis karla gegn konum í nánum samböndum en einnig er fjallað um ofbeldi gegn konum sem eru ekki í nánum samböndum. Niðurstöður byggja á símakönnun þar sem tekið var 3000 manna slemiúrtak úr þjóðskrá meðal kvenna af öllu landinu á aldrinum 18 til 80 ára. Spurningakönnunin byggir á The International Violence against Women Survey (IVAWS). Sameinuðu þjóðirnar áttu frumkvæðið að rannsókninni og var spurningalistinn þróaður af alþjóðlegum rannsóknarhópi undir forustu HEUNI (Evrópustofnun um afbrotavarnir og eftirlit í samvinnu við Sameinuðu þjóðirnar). Spurningalistinn hefur þegar verið lagður fyrri í 11 löndum.: Ástralíu, Danmörku, Kostaríku, Tékklandi, Grikklandi, Hong Kong, Ítalíu, Mósambik, Filippseyjum, Póllandi og Sviss (Johnson, Ollus og Nevala, 2008). Ofbeldi í nánum samböndum er alvarlegt alþjóðlegt vandamál og það að alþjóðamælikvarði á ofbeldi var notaður við rannsóknina sem hér er til umfjöllunar eykur gildi hennar þar sem hægt er að bera tíðni ofbeldis karla gegn konum hér á landi saman við tíðnina í öðrum löndum. Í umræðukafla verður fjallað um niðurstöður og þær bornar saman við niðurstöður könnunar Dómsmálaráðuneytisins frá árinu 1996 eftir því sem hægt er.

ISBN: 
  • 978-9979-9859-9-0
Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
  • 25.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10724


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
26012011_Ofbeldi_a_konum.pdf832.46 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna