ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10737

Titill

Þekking sálfræðinema á afleiðingum heilaáverka

Skilað
Febrúar 2012
Útdráttur

Heilaáverki er algeng orsök fötlunar í heiminum. Þrátt fyrir háa tíðni heilaáverka hafa rannsóknir bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi sýnt að þekkingu er ábótavant meðal almennings sem og heilbrigðisstarfsfólks um afleiðingar þeirra. Markmið rannsóknarinnar var að kanna þekkingu sálfræðinema á afleiðingum heilaáverka til að komast að því hvort markvissari fræðslu um efnið væri þörf. Niðurstöður rannsóknarinnar voru einnig bornar saman við niðurstöður nýlegra erlendra rannsókna. Þátttakendur rannsóknarinnar voru 278 sálfræðinemar á fyrsta og öðru námsári við Háskóla Íslands. Þeir svöruðu 27 atriða lista um afleiðingar heilaáverka. Niðurstöður voru að þrátt fyrir að sálfræðinemendurnir höfðu betri þekkingu á efninu en almenningur í fyrri rannsóknum voru ranghugmyndir enn til staðar með tilliti til meðvitundarleysis/dás, bata og óminnis í kjölfar heilaáverka. Því má álykta að fræðsla um langvarandi og oft óafturkræfar afleiðingar heilaáverka þurfi að vera markviss til að útrýma algengum ranghugmyndum um þær meðal sálfræðinemenda.

Samþykkt
27.1.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Þekking sálfræðine... .pdf533KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna