is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10752

Titill: 
  • Mikilvægi menningarlæsis fyrir viðskipti milli Íslands og Kína
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að kanna mikilvægi menningarlæsis fyrir viðskipti milli Íslands og Kína. Einnig hvort menningarmunur milli landanna sé mögulega hindrun og hvort menningarlæsi sé þar með lykillinn að farsælum viðskiptum milli Íslands og Kína.
    Til að skýrsluhöfundi tækist að kafa djúpt ofan í viðfangsefnið var stuðst við bæði megindlegar og eigindlegar rannsóknaraðferðir. Við framkvæmd á megindlegri aðferð var send spurningakönnun til 80 fyrirtækja sem áttu það sameiginlegt að vera í viðskiptum við Kína, þátttakendur voru 23 fyrirtæki í heildina. Til að fá enn dýpri skilning á viðfangsefninu var einnig stuðst við eigindlega aðferð og voru tekin viðtöl við fimm einstaklinga sem áttu það sameiginlegt að hafa reynslu og þekkingu á viðskiptum við Kína.
    Helstu niðurstöður benda til þess að gríðarlega mikilvægt sé fyrir stjórnendur íslenskra fyrirtækja í viðskiptum við Kína að vera meðvitaðir um mikilvægi menningarlæsis til að koma í veg fyrir að falla í þær gildrur sem geta orðið á veginum. Niðurstöður sýna að algengt er að upplifa einhvers konar misskilning í samskiptum við kínverska starfsmenn og voru atriði eins og tungumálaörðugleikar, vanþekking á kínverskri menningu og vanþekking á hugtakinu Guanxi og Mianzi nefnd meðal atriða sem fyrirtæki þurfa að huga vel að. Sjá nánar kafla 2 um menningu og 4.2.1 um Guanxi og 4.2.2. um Mianzi. Þegar fræðilegi hluti verkefnisins er borinn saman við niðurstöður rannsóknarinnar má sjá fjölmörg atriði sem fyrirtæki í viðskiptum við Kína þurfa að kynna sér til að viðskiptin verði sem farsælust. Saga Kína hefur mótað menningu og samfélagið í heild sinni í meira en 5000 ár og útskýrir á margan hátt hvers vegna samfélagið í Kína, menningin, viðskiptahættir og fleira er eins og það er. Sjá nánar kafla 3 og 4 um sögu og menningu Kína. Samkvæmt rannsókn Hofstedes og þeim menningarvíddum sem hann hefur sett fram þá eru Ísland og Kína andstæð ríki að flestu leyti, sem getur haft áhrif á viðskipti milli landanna. Sú niðurstaða sýnir að meiri líkur eru á hindrunum sökum mikils menningarmunar. Sjá nánar kafla 2.6.1 um menningarvíddir Hofstedes.
    Þátttakendur í rannsókninni voru á heildina litið mjög ánægðir með viðskiptin milli landanna og ákveðinn samhljómur var með niðurstöðum spurningakönnunarinnar og viðtalanna. Óhætt er að segja að niðurstöður sýni fram á að lykillinn að velgengni í viðskiptum við Kína sé menningarlæsi.

Samþykkt: 
  • 31.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10752


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hrafnhildur J. Moestrup.pdf1.53 MBLokaðurHeildartextiPDF