is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10757

Titill: 
  • Ritstjórn fræðitímarita og greining á ritstjórnarstefnu Ritsins. Tímarits Hugvísindastofnunar
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Fræðitímarit eru og hafa um aldir verið hornsteinn fræða- og vísindasamfélaga um allan heim. Þau eru ekki aðeins helsti miðill nýrra rannsóknaniðurstaðna heldur einnig vettvangur fræðilegrar umræðu. Þetta skapar fræðitímaritum sérstöðu meðal tímarita og ritstjórum þeirra sömuleiðis. Við hefbundnar skyldur ritstjórans bætist krafan um fræðileg heilindi og vísindalega nákvæmni. Margslungið starf fræðiritstjórans er hér rætt út frá reynslu minni af starfsnámi hjá Ritinu, tímariti Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands en einnig styðst ég við kenningar fræðimanna á sviði ritstjórnar. Í síðari hluta ritgerðarinnar er að finna umfjöllun um sögu og sérkenni Ritsins ásamt greiningu á ritstjórnarstefnu þess. Útgefendur Ritsins hafa allt frá upphafi þess árið 2001 haft það markmið að halda úti fjölbreyttu og vönduðu fræðitímariti á sviði hugvísinda sem jafnframt hefði skírskotun út fyrir háskólasamfélagið. Auk þess að vera vettvangur fræðimanna til að miðla fræðum til almennings í þematengdum greinum, skapa umræðu um þjóðfélagsmál o.s.frv., á Ritið einnig að stuðla að vexti og viðgangi íslenskrar tungu með því að birta frumsamdar og þýddar greinar sem auðga íslenskan fræðiorðaforða. Hér er reynt að meta hvernig til hefur tekist og jafnframt rædd nokkur atriði sem e.t.v. mætti bæta í framtíðinni.

Samþykkt: 
  • 31.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10757


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerd_Skemman.pdf1.92 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna