is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1077

Titill: 
  • Viðhorf ungs fólks með insúlínháða sykursýki til nettengds eftirlits
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort ungt fólk með insúlínháða sykursýki líti á það
    sem ákjósanlegan kost að nýta sér gagnvirkt nettengt eftirlit með sjúkdómnum. Með
    nettengdu eftirliti er átt við vefsíðu þar sem einstaklingar með sykursýki og fagaðilar geti átt
    gagnvirk samskipti um sjúkdóminn og meðferð hans. Gerðar hafa verið erlendar rannsóknir
    sem sýna fram á lækkun á langtíma blóðsykurgildi einstaklinga sem hafa nýtt sér þess háttar
    eftirlit.
    Eigindlegt rannsóknarsnið var notað við framkvæmd rannsóknarinnar. Upplýsingar voru
    fengnar með viðtölum við fjóra einstaklinga á aldrinum 18-25 ára sem greinst hafa með
    insúlínháða sykursýki. Í viðtölunum var stuðst við fyrirfram ákveðinn viðtalsramma. Gögnin
    voru síðan greind í þemu samkvæmt content analysis.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að almenn netnotkun viðmælenda var ekki mikil
    en allir höfðu þeir mjög jákvætt viðhorf til nettengds eftirlits eftir að hafa fengið útlistanir á
    því í hverju það felst. Viðmælendur töldu að nettengt eftirlit myndi bæta skráningu og
    auðveldara yrði að fylgjast með blóðsykri og bera saman sveiflur í honum. Niðurstöðurnar
    sýndu einnig að viðmælendum þótti fræðslunni ábótavant á þjónustusvæði þeirra og sögðu
    aðgengi lélegt að næringarfræðingi. Allir höfðu þeir frekar neikvætt viðhorf til þjónustunnar
    sem í boði var á þeirra svæði og leituðu þeir þjónustunnar annað. Viðhorf viðmælenda til
    þjónustunnar þar var í öllum tilvikum jákvætt. Einnig tókst viðmælendum misjafnlega vel að
    ná tökum á sjúkdómnum.Niðurstöðurnar sýndu að helsti stuðningsaðili þeirra var fjölskyldan,
    en einnig fengu þeir stuðning utan heimilis frá t.d. vinum og vinnufélögum. Rannsakendur
    telja þörf á frekari rannsóknum á nettengdu eftirliti. Það er von þeirra að rannsóknin muni
    vekja fólk til umhugsunar um nettengt eftirlit og hvaða ávinning það geti haft fyrir
    einstaklinga með sykursýki og heilbrigðisstarfólk að slík þjónusta sé í boði.
    Lykilhugtök: Sykursýki, blóðsykur, HbA1c, nettengt eftirlit.

Samþykkt: 
  • 1.1.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1077


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
skemman.pdf2.23 MBOpinnHeildarskráPDFSkoða/Opna