is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Rannsóknarverkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10787

Titill: 
  • Varpvistfræði grágæsa (Anser anser) á Suðurlandi
  • Titill er á ensku Breeding ecology of Greylag Goose (Anser anser) in south Iceland
Útdráttur: 
  • Grágæs (Anser anser) eru algengur varpfugl á Íslandi sem er mikið nýttur og hefur verið veiddur í tugum þúsunda árlega um langt skeið. Vegna mikillar nýtingar er mikilvægt að vita sem mest um grágæsastofninn svo hægt sé að haga vernd og veiðum með ábyrgum hætti. Í þessari rannsókn voru grunnþættir í varpvistfræði grágæsa metnir á Suðurlandi og á Suðvesturhorni landsins með það að markmiði að kanna hvar mesta ungaframleiðslu væri að finna. Gæsir og ungar voru talin á nokkrum vatnasviðum og í framhaldi var lagt mat á þéttleika tegundarinnar og unga hennar, hlutfall gæsa með unga og meðalstærð ungahópa á hverju vatnasviði. Hæst var hlutfall gæsa með unga á Elliðavatni eða 83% fugla en á öðrum stöðum var að jafnað um 50% fugla með unga. Elliðavatn var einnig með stærstu ungahópana að meðaltali eða um 5,3 unga hjá hverju foreldrapari en ungahópar voru einnig stórir á Þjórsá eða 5,0 ungar á foreldrapar. Meðalstærð ungahópa á öllu rannsóknarsvæðinu var um 4,6 ungar á foreldrapar. Hvað varðar þéttleika grágæsa, þá var hann mestur við Þjórsá en Elliðavatn kom þar næst á eftir og þegar litið var á þéttleika unga þá voru þeir þéttastir við Elliðavatn og þá næst Þjórsá. Þessi tvö vatnasvið báru almennt af og eru greinilega mikilvæg búsvæði grágæsa á varptíma. Lagt er til að staðinn sé vörður um slík svæði með varðveislu stofnsins í huga

  • Útdráttur er á ensku

    The Greylag Goose (Anser anser) is a common bird in Icelandic lowlands. Greylag Geese have been hunted by the thousands for the last decades. Thus, it is important to know as much as possible about the population so that hunting can continue in a responsible manner. This study was the first step in identifying the most productive Greylag Goose areas in the south and southwest of Iceland. Variables studied were the proportion of nesting birds, the number of young in each group per parental pair, and density of Greylag Geese and their young. The study area which showed the highest percentage of nesting birds was Elliðavatn with 83%, whereas the average for the entire study area was 50%. Elliðavatn and Þjórsá showed the largest average number of young groups and also showed the highest densities of Greylag Geese and their young. These two areas seem to be very important breeding habitats for Greylag Geese and thus, it would be sensible to protect these and similar areas for benefit of the Greylag Goose population.

Samþykkt: 
  • 3.2.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10787


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
KristinAlisaEiriksdottir_VarpvistfraediGragaesaSudurlandi.pdf1.88 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna