ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Viðskipta- og raunvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1080

Titill

Lífeyrissjóðir í Evrópu : þróun eignasafna og ávöxtun 1992 - 2001

Útdráttur

Í þessu verkefni voru borin saman lífeyrissjóðir sex landa í Evrópu á tímabilinu 1992-2001. Samsetning í eignasöfnum þeirra var skoðuð með áherslu á hlutabréf og skuldabréf. Lífeyriskerfi landanna eru um margt ólík og mismunandi form við lýði í hverju þeirra. Starfsumhverfi þeirra er frábrugðið á margan hátt og ber þar helst að nefna lagaumhverfið. Tvö samanburðarlandanna búa við nánast algjört frjálsræði í fjárfestingum en hin fjögur eru bundin hömlum. Skoðað var hvaða áhrif slíkar hömlur höfðu á ávöxtun sjóðanna. Fjallað var um skipan í stjórnir sjóðanna og ábyrgð þeirra í starfseminni að því marki sem rannsóknin náði. Að lokum voru fjárfestingar sjóðanna skoðaðar og þróun þeirra á tímabilinu ásamt þeirri ávöxtun sem fékkst á eignasöfnin. Eignasöfn sjóða breyttust töluvert á undanförnum árum og var mesta aukningin í hlutabréfum á kostnað innlendra skuldabréfa.
Helstu niðurstöður:
Ákjósanlegasta eignasafn í samanburðinum á tímabilinu 1992-2001 var að meðaltali samsett að 65% hluta úr innlendum eignum, 20-25% í innlendum hlutabréfum, 15-20% í erlendum hlutabréfum, 50% í innlendum skuldabréfum, 5% í erlendum skuldabréfum og 4-6% í fasteignum. Þessi hlutföll einkenndu eignasöfn sænskra lífeyrissjóða á tímabilinu. Þar sem þeir skiluðu einnig hæstu meðalraunávöxtuninni á tímabilinu áttu sænskir sjóðir besta eignsafn sjóða í samanburðinum á árunum 1992-2001. Lífeyrissjóðir þeirra landa sem eru bundnir hömlum í fjárfestingum skila ekki síður góðri ávöxtun en sjóðir þeirra landa sem búa við frjálsræði. Aukin fjárfesting í hlutabréfum hefur ekki skilað sér í aukinni ávöxtun á þessu tiltekna tímabili í mótsögn við fræði fjármálanna.
Lykilorð:
Lífeyrissjóðir
Eignasamsetning
Áhættudreifing
Fjárfestingarhömlur
Ávöxtun

Athugasemdir

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri

Samþykkt
1.1.2003


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
lifeyrissj.pdf925KBTakmarkaður Lífeyrissjóðir í Evrópu - heild PDF  
lifeyrissj_e.pdf115KBOpinn Lífeyrissjóðir í Evrópu - efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
lifeyrissj_u.pdf162KBOpinn Lífeyrissjóðir í Evrópu - útdráttur PDF Skoða/Opna