ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniLandbúnaðarháskóli Íslands>Umhverfisdeild>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10826

Titill

Skellir: tillögur að hönnun almenningsgarðs í austurbæ Reykjavíkur

Skilað
Maí 2010
Útdráttur

Í Lokaverkefni þessu til B.S prófs frá umhverfisskipulagsbraut við Landbúnaðarháskóla Íslands ætla ég að fara í gegnum þann feril sem fylgir því að hanna útivistarsvæði á afmörkuðum reit inni í borgarumhverfi. Svæðið sem um ræðir er tiltekinn deiliskipulagsreitur er kallast Ármannsreitur og er staðsettur í Túnunum í austurbæ Reykjavíkur. Markmið verkefnisins felst í því að hanna borgargarð á Ármannsreit og tengja stígakerfi umhverfisins inn í garðinn til þess að auka útivistarmöguleika íbúa í nærumhverfi sínu og styrkja tengsl hverfisins innbyrðis. Í hönnunarverkefni sem þessu eru greiningar ávallt einn viðamesti hluti verkefnisins enda undirstaða þess að hægt sé að skila góðri hönnun sem byggist á réttum forsendum. Í upphafi þarf því að skoða hvaða greiningar koma til með að nýtast í verkefninu
og varð niðurstaðan sú að vinna veðurfar, skuggavarp, sögu, stöðu svæðisins, áætlaða notkun, rýmismyndun og SWOT eða Strengths, Weaknesses, Opportunities and Threats (styrkleiki, veikleiki, tækifæri og ógnir). Greiningarnar eru einna helst unnar á kortum, ljósmyndum og teikningum en einnig með vettvangsferðum um svæðið, samtölum og allri almennri upplýsingaöflun. Niðurstaða verkefnisins er sú að hanna almenningsgarð sem byggist á fengnum hönnunarforsendum og hugmyndafræði. Með því að styrkja megin tengsl við aðliggjandi svæði og með auknu aðgengi fyrir íbúa, verður svæðið eftirsóknarvert fyrir alla til útivistar.

Samþykkt
13.2.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Bs Rannveig Guðbra... .pdf18,1MBOpinn  PDF Skoða/Opna