is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10828

Titill: 
  • Titill er á ensku Body composition and dietary intake of energy giving nutrients among older age groups
  • Holdafar og orkuefni í fæði eldri aldurshópa
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    Introduction: Body composition and nutrition are important contributors to health. Deviations from a healthy body weight, both underweight and overweight, are associated with higher risk of health problems.
    Objectives: To investigate the association between body mass index (BMI), waist circumference (WC), and fat percentage categories and their association with macro-nutrient intake, fat free mass index (FFMI) and skeletal muscle mass index (SMI) among elderly Icelandic subjects.
    Design: Cross sectional study of macro-nutrient intake, body mass index (BMI), waist circumference (WC), body fat percentage, FFMI and SMI.
    Setting: Reykjavík city area and the urban area of Árborg.
    Participants: Senior citizens aged 64-91 years. The average woman (n=91) was 77.3 ±4.2 years of age, whereas the average age of the men (n=74) was 79.2 ±6.1 year.
    Measurements: Macro-nutrient intake was estimated by three-day dietary records. Baseline measurements of weight, height, BMI (split into normal-overweight and obesity), WC (split into three groups according to health risk), body fat percentage (split in tertiles), FFMI, SMI and the agility test “8 foot up and go” were used for analysis.
    Results: When divided into BMI groups there was no significant difference in the average intake of any macro-nutrient and BMI was neither associated with WC nor body fat percentage. Body fat percentage however increased with rising WC for both genders (p<0.001). FFMI had a positive relationship with BMI, WC and body fat percentage. The prevalence of sarcopenia was low, 2.2% and 10.3% for women and men respectively. For men there was a significant difference in dietary intake between the WC groups in consumption of added sugar kcal/day (p=0.047) and as E%(p=0.025), with the middle group having the highest intake. The women showed the same trend although not significant (p=0.181). Dietary fiber consumption had an inverse association with WC for both genders, but it was only significant among men (p=0.020). Protein consumption, calculated in g/kg body weight, showed a significant inverse association with WC categories for men only (p=0.001). Female alcohol consumption in kcal/day (p=0.026) and E% (p=0.021) was different between WC categories, and was highest in the middle group. There was a significant inverse association between protein consumption (g/kg) (p=0.004) and body fat percentage for men.
    Conclusion: Fiber and protein intakes were related to lower WC categories whereas added sugar and alcohol were positively associated with WC categories. WC and body fat percentage categories had strong association with each other and some association to the macro-nutrient intake whereas BMI categories were not associated with these other body composition variables or the macro-nutrient intake. Consequently, we conclude that a relatively simple measurement, such as WC may be useful in estimating body composition
    and possibly also to reflect on diet quality with respect to macro-nutrient composition.

  • Inngangur: Líkamssamsetning og næringarinntaka eru mikilvægir þættir heilsu. Frávik frá kjörþyngd, sem geta falið í sér fitusöfnun eða rýrnun vöðva og beina hafa sterk tengsl við heilsubresti.
    Markmið: Að skoða samband milli flokka holdafarsbreytanna líkamsþyngdarstuðuls (LÞS), mittismáls, líkamsfituprósentu, fitulaus vöðvamassa og vöðvarýrnunar eldri aldurshópa. Einnig að skoða samband þeirra við orkuefnainntöku.
    Rannsóknarsnið: Þversniðsrannsókn á orkuefnum, LÞS, mittismáli og fituprósentu fitulausum vöðvamassa og vöðvarýrnun.
    Þáttakendur: Eldri borgarar úr Reykjavík og Árborg, n=165. Aldur þáttakendanna var 64-91 ár. Konur (n=91) að meðaltali 77,3 ±4,2 ára og karlar (n=74) 79,2 ±6,1 ára.
    Mælingar: Orkuefnainntaka var áætluð út frá þriggja daga skráningu á mat og drykkjum. Grunngildi líkamssamsetningar (hæð, þyngd, LÞS, mittismál, fituprósenta, fitulaus vöðvamassi og rýrnun) og hreyfifærniprófið “8 foot up and go” voru notaðar sem breytur í rannsókninni.
    Niðurstöður: Eftir að úrtakinu hafði verið skipt í þrjá LÞS hópa eftir skilgreiningu kjörþyngdar, yfirþyngdar og ofþyngdar kom í ljós að sú flokkun hafi engin tengsl við aðrar holdafarsbreytur né orkuinntökubreyturnar. Þegar úrtakinu var skipt í þrjá hópa eftir mittismáli tengt áhættu á heilsufarskvillum kom í ljós að fituprósentan hækkaði marktækt með hækkandi mittismáli hjá báðum kynjum(p<0,001). Fitufrír vöðvamassi fylgdi aukum LÞS, mittismáli og fituprósentu. Algengi vöðvarýrnunar var lág 2,2% hjá konum og 10,3% hjá körlum. Hjá körlum var marktækur munur milli flokka mittismáls og orkuefnanna viðbætts sykurs í hitaeiningum talið (p=0,047) og sem hlutfall af heildarorkuinntöku (p=0,025), en miðhópurinn var með mesta sykurneyslu. Hjá konunum var tilhneyging til hærra mittismáls við meiri neyslu viðbætts sykurs í kcal/dag, en ekki marktækt (p=0,181). Trefjaneysla var tengd minna mittismáli hjá báðum kynjum en munurinn var þó einungis marktækur hjá körlunum (p=0,020). Próteinneysla, reiknuð í g/kg líkamsþyngdar, var tengd minna mittismáli hjá körlum eingöngu (p=0,001). Hjá konum var munur var á milli mittismálsflokka á neyslu alkóhóls reiknuðu í hitaeiningum á dag (p=0,026) og sem hluta af heildaorkuinntöku (p=0,021), en neyslan var mest í miðhópnum. Í þriðjungshópum út frá hlutfalli líkamsfitu var próteinneysla (g/kg) hjá körlum minni með vaxandi líkamsfitu (p=0,004).
    Umræða: Trefjar og prótein voru tengd minna mittismáli en viðbættur sykur og akólhól voru tengd hærra mittismáli. Mittismáls og fituprósentu flokkar voru sterklega tengdir hvor öðrum og með nokkur tengsl við orkuinntöku, meðan LÞS hafði hvorki tengsl við fituprósentu eða mittismáls flokkun né orkuinntöku. Af því má álykta að einföld mæling eins og mittismál geti gagnast vel við að meta holdafar og geti jafnframt gefið vísbendingar um óheilsusamlegt fæðuval.

Samþykkt: 
  • 13.2.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10828


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
RITGERÐ_VAKA _Naering og holdafar eldri aldurshopa.pdf1.6 MBLokaður til...11.02.2132HeildartextiPDF