is Íslenska en English

Lokaverkefni (Doktors)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlindadeild (2005-2016) > Doktorsritgerðir - Auðlindadeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10835

Titill: 
  • Titill er á ensku Integrated genetic evaluation of breeding field test traits, competition traits and test status in Icelandic horses
Námsstig: 
  • Doktors
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    The main goal in breeding the Icelandic horse is to produce aesthetically appealing and capable riding horses with five gaits and good spirit, suited both for leisure and competition. Selection of Icelandic breeding horses is based on breeding values calculated from the breeding field test records. It has been speculated that assessed horses are not a random sample of the population, a situation that would lead to bias in estimated breeding values and retards genetic improvement. The main aim of this thesis was to study integrated genetic evaluation of competition traits and breeding field test traits for
    Icelandic horses where the effects of preselection in the data were accounted for. Genetic parameters of the competition traits, and of genetic relationships between competition traits and the breeding field test traits were analysed. The breeding field test
    data included individual records of Icelandic horses evaluated in 11 countries. The competition data included records of horses that had competed in Iceland and Sweden. The competition traits and breeding field test traits were analysed using linear animal models. The competition traits analysed were both original and combined ones covering the competition aptitude of four-gait, five-gait, toelt and pace. The combined traits were formed in order to describe the competition traits in a simpler manner. The estimated heritabilities were low to moderately high for all competition traits and the genetic correlations estimated among competition traits were generally strong and favourable with
    few exceptions. Moderate genetic correlations were estimated between most of the competition traits and some of the conformation traits assessed at breeding field tests. High
    genetic correlations were generally estimated between the competition traits and most of the riding ability traits recorded in breeding field tests. Competition traits were concluded
    to be suitable for genetic selection. Breeding field test traits and test status, an all-or-none trait describing attendance at
    breeding field tests, were genetically analysed using bivariate animal and sire linearthreshold models. The presence of preselection in breeding field test data was verified by
    the estimated genetic parameters for test status: this trait had a significant genetic component and related strongly to the breeding field test traits, especially those that had
    high weight in the selection index. This applied to both conformation and riding ability traits, although breeders seem to pre-select horses to attend breeding field tests more strongly on good riding qualities than on aesthetic conformation. The emphasis on riding ability as the criterion for preselection was further supported by a larger increase in estimated genetic parameters for these traits when analysed simultaneously with test status. Environmental covariances between test status and breeding field test traits are not estimable as all individuals with test status equal to zero lack phenotypic values on the
    tested traits. The effect of assuming zero environmental covariances between test status and the breeding field test traits was studied in a simulation. It did not lead to serious bias in the estimated genetic parameters unless the non-estimable true environmental correlation deviated largely from zero. Moderately biased genetic parameters had only relatively small effects on the genetic evaluation. Estimation of breeding values where test status was included in the model always led to improvement in genetic progress and in higher correlations between true and estimated breeding values. The benefits from integrating test status, competition traits or both into current genetic evaluation based on breeding field test traits were estimated. In general there were trivial differences between models. Estimated breeding values were largely unbiased for all traits, although models including test status showed minor deviances from this. The current breeding evaluation system seems therefore to be well established. However, breeding values were more accurately estimated with the inclusion of the new traits, especially the test status. The ranking of sires, based on combined indexes, changed (between 10% and 20%) with inclusion of the competition traits and test status. This indicates how large the effect of adding new traits to the genetic evaluation will have on the selection of sires. Integration of test status and competition traits increases the accuracy of the genetic
    evaluation and influences the ranking of sires, and therefore selection of sires for future breeding. Genetic parameters for the test status trait should be re-estimated where the trait
    is re-defined for all horses and all traits including both competition and breeding field test data. Competition traits can be included directly in the genetic evaluation and will give
    breeders an effective tool on which to base their selection.

  • Ræktunartakmark fyrir íslenska hestinn miðar almennt að því að rækta vel skapaðan, léttbyggðan, fjölhæfan, viljugan og geðprúðan hest sem fer glæsilega í reið. Við úrval hrossa er notast við kynbótamat sem byggir á kynbótadómum. Því hefur verið haldið fram
    að hross sem koma til dóms séu ekki slembiúrtak stofnsins. Slíkt veldur skekktu kynbótamati og dregur úr erfðaframför. Meginmarkmið þessarar rannsóknar var kanna samþætt kynbótamat keppniseiginleika og eiginleika sem dæmdir eru á kynbótasýningum
    (kynbótaeiginleika), að teknu tilliti til forvals í gögnum.
    Erfðastuðlar keppniseiginleika og erfðafylgni milli kynbóta- og keppniseiginleika voru greindir. Kynbótagögnin innihéldu einstaklingsdóma frá ellefu löndum. Keppnisgögnin
    innihéldu endurtekna dóma á hrossum sem tóku þátt í alþjóðlega viðurkenndum mótum á Íslandi og í Svíþjóð. Línuleg einstaklinglíkön voru notuð við úreikninga. Rannsakaðir voru
    keppniseiginleikarnir tölt, fjórgangur, fimmgangur og gæðingaskeið. Unnið var með undirflokka framangreindra eiginleika en til einföldunar var einnig unnið með samsetta eiginleika fyrir hvern flokk. Metin arfgengi voru meðalhá fyrir alla keppniseiginleikana. Tvímælingagildi þeirra var um 60%. Sterk erfðatengsl voru jafnan metin milli keppnis- og kynbótaeiginleika. Sú ályktun var dregin að keppniseiginleikar séu hæfir til þess að byggja kynbótamat á. Til að greina hvort forval ætti sér stað í gögnum var skilgreindur sérstakur eiginleiki sem lýsir því hvort hross mætir til kynbótadóms eða ekki. Þessi mætingareiginleiki var síðan metinn saman með kynbótaeiginleikum með tvíbreytu einstaklings- og feðra línulegumþröskulds líkönum. Gögnin voru kynbótadómar hryssna sem fæddar voru á Íslandi. Sönnur voru færðar á tilvist forvals í kynbótagögnum með metnum erfðastuðlum: forval hefur
    marktækan erfðaþátt og sterk erfðatengsl við kynbótaeiginleika, sér í lagi þá eiginleika dómstigans sem hafa háa vægistuðla. Þetta átti bæði við um sköpulagseiginleika og hæfileika, þó svo sýnt sé að ræktendur beiti sterkara forvali við hross sem búa yfir miklum reiðhæfileikum en þau sem eru einungis vel sköpuð. Sterkt for-úrvalsmark reiðhæfileika var enn frekar staðfest með hækkun erfðast uðla á eiginleikum með hátt vægi þegar þeir
    voru greindir ásamt mætingu. Ekki er unnt að meta umhverfisfylgni milli mætingar og kynbótaeiginleika þar sem að einstaklingar sem mæta ekki til dóms, hafa ekki svipfarsgildi fyrir kynbótaeiginleikana. Áhrif þess að áætla að umhverfisfylgnin jafngilti núlli voru metin með líkindarannsókn. Slík einföldun olli ekki verulegri skekkju í metnum erfðastuðlum nema ef sönn
    umhverfisfylgni vék verulega frá núlli. Meðalskekktir erfðastuðlar höfðu aðeins smávægileg áhrif á kynbótamatið. Kynbótamat þar sem tekið var tillit til forvals í gögnum
    jók erfðaframfarir og sterkari fylgni kom fram milli sannra og metinna kynbótagilda. Ávinningur þess að samþætta núverandi kynbótamat, sem byggir á kynbótadómum, með keppniseiginleikum og/eða taka tillit til forvals í gögnum var metinn með samanburði
    mismunandi líkana. Að jafnaði voru áhrif á kynbótamat kynbótaeiginleikana takmarkaður. Núverandi kynbótamatskerfi virðist því vera vel ígrundað. Metin kynbótagildi allra líkana
    voru jafnan óskekkt, þó svo að nokkur frávik kæmu fram í líkönum þar sem tekið var tillit til forvals í gögnum. Öryggi kynbótamatsins jókst með því að samþætta kynbótamatið nýju
    eiginleikunum, sér í lagi að teknu tilliti til forvals. Uppröðun stóðhesta miðað við aðaleinkunnir breyttist (um 10-20%) með því að bæta nýjum eiginleikum við sem vísar til þess hve mikil áhrif viðbótareiginleikarnir hafa á val á framtíðarstóðhestum. Erfðastuðlar fyrir mætingu þyrfi að endurmeta þar sem eiginleikinn væri endurskilgreindur með sama hætti og notkun hans í framtíðar kynbótamati verður: mæting ætti þá við um alla hesta og næði til bæði kynbóta- og keppniseiginleika. Það er unnt að bæta keppniseiginleikum beint inn í kynbótamatiskerfið. Af því mun hljótast mikill ávinningur þar sem að það mun gefa
    ræktendum færi á því að byggja úrval keppnishrossa á traustari grunni.

Samþykkt: 
  • 15.2.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10835


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
elsa alb. doktorsritgerd.pdf400.68 kBOpinnPDFSkoða/Opna