is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10843

Titill: 
  • Titill er á ensku Potential oncogenes within the 8p12-p11 amplicon. Identification and functional testing in breast cancer cell lines
  • Hugsanleg æxlisgen á 8p12-p11 mögnunarsvæðinu. Æxlisgen tilgreind og prófuð í brjóstakrabbameinsfrumulínum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    Many factors are known to contribute to breast cancer development. Many of them lead to genetic alterations. Common alterations in breast cancer are loss or amplifications of chromosomal regions. Chromosomal regions that tend to be lost contain tumor suppressor genes but regions that are commonly gained or amplified contain oncogenes, genes that promote tumor growth. Oncogenes that are located within amplified regions often increase their function through overexpression. Because of this, oncogenes within amplicons are also defined as target genes of the amplification. Chromosomal region 8p12-p11 is found gained or amplified in 15-20% of breast tumors. The target gene of this amplicon has been identified in one breast cancer subtype, the luminal B subtype. However this amplification is found in other subtypes as well. These subtypes do not seem to depend on the same mechanism as luminal B. Minimal amplified region and its candidate target genes had been identified in a previous project performed at the Cell Biology unit of the Department of Pathology at Landspitali-University Hospital in a set of breast tumors originating from Icelandic breast cancer patients. Of the 20 genes located within the region 11 genes were excluded as target genes of the amplification based on lack of increased expression. Seven genes showed increased mRNA and protein expression when amplified and were listed as putative targets of the amplification. Two genes, LETM2 and PPAPDC1B, were not tested due to lack of commercial antibodies at the time. The project described in this thesis aimed to test the protein expression of LETM2 and PPAPDC1B in 17 - 36 breast tumor samples. Neither LETM2 nor PPAPDC1B showed increased protein expression when amplified. LETM2 and PPAPDC1B were therefore excluded as target genes of the amplification. The seven remaining candidate target genes are: ERLIN2, PROSC, BRF2, RAB11FIP1, ASH2L, LSM1 and DDHD2. Four of these genes were tested further in the project described in this thesis. They are: ERLIN2, PROSC, ASH2L and LSM1. To estimate the oncogenic abilities of these genes, siRNA was used to downregulate the gene expression in breast cancer cell lines harboring amplification and overexpression of the 8p12-p11 region. Cell proliferation was evaluated after downregulation using MTT-assay and cell counting. Downregulation of the genes did not affect the cell proliferation. In addition, synergistic effects of genes co-amplified on the amplicon were tested. ASH2L, LSM1 and PROSC are often amplified and overexpressed simultaneously in tumors. Therefore these three genes were downregulated via siRNA in a breast cancer cell line, simultaneously, and proliferation estimated by counting. The downregulation of the three genes simultaneously did not affect the survival of the breast cancer cell line used in this experiment. The results show that the four of the seven candidate genes tested in this project do not affect cell proliferation in the breast cancer cell lines used for this study.

  • Orsakir brjóstakrabbameins eru margþættar og margar þeirra leiða til brenglana í erfðaefninu. Algengar erfðabrenglanir í brjóstakrabbameini eru tap eða magnanir á litningasvæðum. Svæði sem eru gjörn á að tapast innihalda svokölluð æxlisbæligen en svæði sem magnast innihalda æxlisgen, gen sem ýta undir æxlisvöxt. Æxlisgen sem eru staðsett á mögnunarsvæði eru oft yfirtjáð samhliða mögnun þeirra og hafa þar af leiðandi aukna virkni. Vegna þessa má líta svo á að æxlisgenin drífi mögnunina áfram og þau séu því markgen mögnunarinnar. Litningasvæðið 8p12-p11 finnst magnað í u.þ.b. 15-20% brjóstakrabbameina. Hingað til hefur einungis tekist að skilgreina markgen mögnunarinnar í einum undirflokk brjóstakrabbameina, luminal B undirflokk. Hins vegar er 8p12-p11 magnað í fleiri undirflokkum sem virðast ekki nýta sama kerfi og luminal B, hvað varðar þetta mögnunarsvæði. Í verkefni sem unnið var á Frumulíffræðideild við Rannsóknarstofu í Meinafræði við Landspítala Háskólasjúkrahús var notast við íslensk brjóstaæxlissýni til að þrengja mögnunarsvæðið og skilgreina hugsanleg markgen mögnunarinnar. Af 20 genum sem staðsett eru á svæðinu voru 11 genanna útilokuð sem markgen mögnunarinnar vegna skorts á aukinni tjáningu við mögnun. Sjö genanna sýndu aukna mRNA og prótíntjáningu við mögnun og voru því skilgreind sem hugsanleg æxlisgen. Tvö genanna, LETM2 og PPAPDC1B, voru ekki prófuð með tilliti til prótíntjáningar, þar sem mótefni voru ekki til. Í því verkefni sem lýst verður í þessari ritgerð var prótíntjáning LETM2 og PPAPDC1B prófuð í 17-36 brjóstakrabbameinssýnum. Hvorki LETM2 né PPAPDC1B sýndu aukna tjáningu samhliða mögnun. Sjö af tuttugu genum koma því til greina sem æxlisgen: ERLIN2, PROSC, BRF2, RAB11FIP1, ASH2L, LSM1 og DDHD2. Fjögur þessara gena, ERLIN2, PROSC, ASH2L og LSM1, voru prófuð frekar í því verkefni sem lýst er í þessari ritgerð. Til að athuga æxlismyndandi eiginleika genanna var notast við siRNA til að bæla tjáningu þeirra í brjóstakrabbameinsfrumulínum sem eru með mögnun og yfirtjáningu á 8p12-p11. Lifun frumnanna eftir bælingu var metin með MTT-prófi og talningu. Bæling á genunum hafði ekki áhrif á lifun brjóstakrabbameinsfrumulínanna. Að auki var leitast við að athuga samverkandi áhrif gena á mögnunarsvæðinu, með því að bæla tjáninguna á þremur genum samtímis. ASH2L, LSM1 og PROSC eru oft mögnuð og yfirtjáð samtímis í æxlum og voru öll þrjú genin því bæld í brjóstakrabbameinsfrumulínu, samtímis. Við þessar tilraunir var einnig notað siRNA og lifunin metin með talningu. Bæling á þremur genum samtímis hafði ekki áhrif á lifun brjóstakrabbameinsfrumulínunnar sem notuð var við þessa tilraun. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýndu að fjögur þeirra sjö gena sem koma til greina sem hugsanleg æxlisgen á 8p12-p11 mögnunarsvæði, ERLIN2, PROSC, ASH2L og LSM1, hafa ekki áhrif á lifun brjóstakrabbameinsfrumulína.

Styrktaraðili: 
  • Rannsóknarnámssjóður Rannís. Göngum saman styrktarfélag. Vísindasjóður Landspítalans.
Samþykkt: 
  • 16.2.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10843


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Potential concogenes within the 8p12-p11 amplicon..pdf2.1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna