is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10853

Titill: 
  • Rýnt í skipulag Þingholtanna og Sjálandshverfisins út frá hugmyndum Guðmundar Hannessonar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um skipulagsmál fyrr og nú. Unnið er út frá hugmyndum Guðmundar Hannessonar sem var frumkvöðull í skipulagsmálum á Íslandi. Skrif hans úr bókinni Um skipulag bæja sem kom út árið 1916 verða borin saman við tvö hverfi á
    höfuðborgarsvæðinu og skoðað hvernig áherslur í skipulagsmálum hafa breyst í tímans rás. Þrjú atriði frá Guðmundi verða tekin fyrir, en þau eru götu- og gatnaskipan, vellir og torg ásamt birtu og athugað hvort kenningar hans frá fyrstu áratugum 20. aldar hafi ennþá notagildi í skipulagi á fyrsta áratug 21. aldar.
    Hverfin sem um ræðir eru austari hluti Þingholtanna í Reykjavík og Sjálandshverfið í Garðabæ og eru þau bæði íbúahverfi. Hverfin eru mjög ólík, annað er húsahverfi nálægt miðbæ höfuðborgar landsins, hitt bryggjuhverfi byggt á landfyllingu við sjó í útjaðri höfuðborgarsvæðisins. Tímabilið á milli skipulags hverfanna spannar hátt í eina öld, því skipulag Þingholtanna var unnið á árunum 1924-1927 og samþykkt 1927 og er það skipulag verk Guðmundar og algjörlega eftir hans kenningum. Deiliskipulag
    Sjálandshverfisins er hins vegar samþykkt árið 2002 og endurskoðað árið 2004. Hverfin tvö voru skipulögð á mjög ólíkum forsendum, því það hafa orðið ótrúlega miklar breytingar í þjóðfélaginu á þessum nær 80 árum sem liðin eru frá skipulagningu
    Þingholtanna, þegar hesturinn var þarfasti þjónn mannsins og bílaeign landsmanna af skornum skammti. Skoðun á skipulagi hverfanna, gerð gátlista og vettvangsskoðanir þar sem rýnt var í
    hvert atriði fyrir sig, leiddi í ljós að þrátt fyrir hinar miklu breytingar sem orðið hafa á liðinni öld, þá standa kenningar Guðmundar ennþá fyllilega fyrir sínu. Þjóðfélagið hefur þó breyst á tímabilinu úr frumstæðu sjálfþurftarsamfélagi inn í tæknivætt þjónustu- og viðskiptaþjóðfélag nútímans með breyttar áherslur í landnýtingar- og samgöngumálum. Þegar Guðmundur vann sitt skipulag þá var Reykjavík í raun lítið þorp og nær ómögulegt fyrir hann að sjá fyrir að í upphafi nýrrar aldar myndi bílaeign landsmanna vera komin yfir 200 þúsund talsins. Lokaniðurstaðan er samt sem áður sú eftir samanburð á hverfunum tveimur, að þrátt fyrir ýmsa annmarka og hnökra í samgöngumálum Þingholtanna, þá kemur nær aldargamalt skipulag mun betur út í flestum málaflokkum.

Samþykkt: 
  • 21.2.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10853


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS AlmaDröfnBen.pdf932.53 kBOpinnPDFSkoða/Opna