ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniLandbúnaðarháskóli Íslands>Umhverfisdeild>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10854

Titill

Afræningjar í tjarnavistkerfum: klukkur og hornsíli

Skilað
Mars 2010
Útdráttur

Meðal helstu afræningja í tjörnum hér á landi eru án efa hornsíli, vatnaklukkur og ýmsir aðrir hópar hryggleysingja. Þetta á einkum við tjarnir þar sem stærri fiskur s.s. bleikja þrífst ekki. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar sem varpa ljósi á fæðuvefi tjarna hérlendis. Meginmarkmið þeirrar rannsóknar sem hér er fjallað um var að kortleggja útbreiðslu og mæla magn hornsíla og vatnaklukkna í tjörnum í mismunandi hæð yfir sjávarmáli og á mismunandi berggrunni. Rannsóknin náði til sex svæða, þrjú þeirra voru á láglendi og þrjú ofan við 300 m hæð yfir sjó (hálendi). Fór rannsókn þessi fram á árunum 2004 til 2008. Láglendissvæðin voru við Berufjörð í Reykhólahreppi, Hjaltastaðaþinghá á Úthéraði og í fuglafriðlandinu í Flóanum. Hálendissvæðin voru á Þorskafjarðarheiði, Fljótsdalsheiði og í Þúfuveri í Þjórsárverum. Alls voru kannaðar 114 tjarnir, á bilinu 14 til 26 á hverju svæði. Sýnatökur voru frá júnílokum og fram í júlíbyrjun. Hornsíli veiddust aðeins á láglendu svæðunum. Einna mest veiddist af hornsílum í votlendi við Hríshól í Berufirði. Brunnklukkur veiddust á öllum svæðum en grænlandsklukkur fundust ekki á Þorskafjarðarheiði og í Flóanum. Töluverð skörun var á milli útbreiðslu brunnklukkna og grænlandsklukkna. Mjög lítil skörun var hinsvegar á útbreiðslu hornsíla og grænlandsklukkna. Aðeins örfá dæmi voru um að þessar tvær tegundir veiddust í sömu tjörn. Í votlendi við Hríshól veiddust 297 síli og 3 grænlandsklukkur og í Hjaltastaðaþinghá veiddust 34 síli og 1 grænlandsklukka. Í ljós kom mikill munur á tegundasamsetningu dýra í tjörnunum, sem m.a. var háð því hvort þær voru staðsettar á hálendi eða láglendi. Ennfremur kom í ljós munur á milli tjarna innan sama svæðis, sem m.a. fólst í að í tjörnum við Hríshólsvatn í Berufirði veiddust hornsíli í öllum tjörnum nema einni og í Flóanum í öllum tjörnum. Í Hjaltastaðaþinghá veiddust hornsíli í sex tjörnum af tuttugu og má búast við að þar hafi tjarnir þornað upp árið áður, eða botnfrosið. Lengdardreifing sílanna bendir til að um tvo árganga sé að ræða.

Samþykkt
21.2.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BS Bryndís Haralds... .pdf1,57MBOpinn  PDF Skoða/Opna